../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-627
Útg.dags.: 09/15/2022
Útgáfa: 6.0
2.02.30 Vefjasýni-Helicobacter pylori ræktun
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Helicobacter pylori
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um sýkingu af völdum Helicobacter pylori. Helicobacter pylorier lítil, bogin og jafnvel gormlaga Gram neikvæð baktería sem vex við örloftháðar aðstæður. Það var fyrst árið 1982 að það kom í ljós að hún heldur sig í magaslímhúð í stórum hluta manna. Auknar líkur eru á bólgum og/eða sárum í maga og/eða skeifugörn og jafnvel magakrabbameini (bæði adenocarcinoma og MALT-lymphoma) hjá mönnum sem bera bakteríuna, en hinsvegar minni líkur á vélindabakflæði. Til eru önnur próf en ræktun til að leiða líkur að veru Helicobacter pylorií magaslímhúð sjúklinga þannig að ræktun er ekki algeng. Oft eru gefin sýklalyf til að uppræta bakteríuna. Dugi meðferðin ekki gæti það verið vegna sýklalyfjaónæmis og er þá mikil hjálp í því að rækta vefjabita í leit að Helicobacter pyloritil að gera næmispróf.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Vefjabitinn er marinn og honum sáð á fast æti. Ræktað er í andrúmslofti sem hentar bakteríunni í allt að 10 sólarhringa.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki og 1 ml. af Cary-Blair flutningsæti eða dauðhreinsuðu saltvatni.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Örsmá vefjasýni tekin við magaspeglun. Oft eru tekin fleiri en eitt sýni.

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Mjög mikilvægt er að sýnið berist strax á rannsóknarstofuna, ekki mega líða meira en þrjár klukkustundir. Sé þetta ekki gerlegt má frysta sýnið við -70°C í frystiæti sem inniheldur 10% glycerol.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Rannsókn tekur um 7 (ef jákvætt sýni) til 10 (ef neikvætt sýni) sólarhringa.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Greinist Helicobacter pylorií sýninu er alltaf sagt frá því og gert næmispróf. Neikvæð ræktun útilokar ekki að Helicobacter pylori finnist í magaslímhúðinni.


      Ritstjórn

      Hjördís Harðardóttir
      Kristján Orri Helgason - krisorri
      Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
      Sara Björk Southon - sarabso

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Kristján Orri Helgason - krisorri

      Útgefandi

      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 12/20/2012 hefur verið lesið 67806 sinnum