../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-143
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Osmólalítet
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Með osmólalítet er átt við þann fjölda osmóla, sem eru uppleyst í 1 kg af vatni. 1 Osmól er = 1 mól af efni á formi mólekúla og/eða jóna í lausn (t.d. 23 g Na+, 35,5 g Cl-, 180 g glúkósi, 69.000 g albúmín).
Breytileiki: Osmólalítet ákvarðast fyrst og fremst af magni natríumjóna (um 143 mmol) og tilsvarandi anjóna (mest klóríðum 102 mmol). S-osmólalítet helst innan þröngra marka og er stjórnað gegnum osmóreceptora í hypothalamus. Mjög alvarlegt ef serumgildi verða < 265 eða > 320 mOsm/kg.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Sermi 0,5 ml.
Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Í undartekningatilfellum má einnig nota lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner
Ath: Hemólýsa veldur mikilli hækkun.

Geymsluþol sermis 4 dagar í herbergishita og 8 dagar í kæli (2-8°C), en 2 dagar í kæli á geli. Ekki skal frysta sermi..
Geymsluþol Li-hep sýnis er 4 tímar í herbergishita. Ef ekki er sent innan þessa tíma þarf að skilja sýnið niður og flytja plasma í annað sýnaglas. Plasma geymist þá í eina viku í kæli. Ekki má frysta plasma.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
280 - 300 mOsm/kg.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Hemólýsa veldur mikilli hækkun

    Túlkun
    Osmólar gap (mosm/kg H2O)=mælt osmólalitet - reiknað osmólalitet.

    Reiknað osmólalitet: s-Osmólalitet(mosm/kg) er næstum sama sem 1,86 x p-Na (mmól/L) + p-glúkósi (mmól/L) + p-urea (mmól/L) + 9

    Hækkun: Hækkuð gildi sjást við vatnstap, t. d. diabetes insipidus og hyperglycæmiu. Einnig við hækkun urea og eftir alkóhóldrykkju. Urea og alkóhól fara auðveldlega í gegnum frumuhimnur og valda því ekki osmítískri tilfærslu vatns frá frumum en það gerist í fyrri dæmunum.
    Lækkun: Þá er næstum alltaf um að ræða hyponatræmiu og lækkun á tilsvarandi anjónum. Kemur oftast þega salt og vatn tapast úr líkamanum og aðeins vatnstapið er bætt.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Advanced Instruments, INC. The Advanced® Micro-Osmometer Model 3320 - User‘s Guide. 3325 Rev11 010515. Ritstjórar: Peter Nilsson-Ehle, Maria Berggren Söderlund, Elvar Theodorsson Laurell, endurskoðun: Charlotte Becker, Kjell Grankvist, Anders Grubb, Göran Lindstedt, Per Simonsson. Klinisk kemi i praktisk medicin (2012) 68-69, útgáfa 9:1. Specialtrykkeriet A/S, Danmörk. ISBN 978-91-44-04787-4.
    2. M. Sureda-Vives et al. Stability of serum, plasma and urine osmolality in different storage conditions: Relevance of temperature and centrifugation. Clinical Biochemistry 50 (2017) 772-776.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ólöf Sigurðardóttir - olsi

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 3453 sinnum