../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-628
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.20 Lykkja - bakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Lykkja - almenn ræktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um sýkingu í legi þar sem getnaðarvarnalykkja hefur verið.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Getnaðarvarnalykkja er aðskotahlutur í legi kvenna sem getur aukið líkur á grindarholssýkingum (pelvic inflammatory disease). Oft er um blandaðar sýkingar að ræða, bæði af völdum loftþolinna og loftfælinna Gram jákvæðra og Gram neikvæðra baktería. Actinomyces spp. eru jafnframt þekktir sýkingavaldar í grindarholssýkingum tengdum lykkjunotkun. Hafa ber í huga að við allar legholssýkingar eru líkur á því að sýkingavaldarnir loði við lykkjuna. Það þekkist því að lykkja sem hefur verið fjarlægð úr sýktu legi sé send í ræktun í leit að sjúkdómsvaldinum. Þessi ræktun er talin orka tvímælis, þar sem erfitt er að meta gildi hennar eftir að lykkjan (aðskotahluturinn) hefur verið fjarlægð.

    Sáð er annarsvegar í leit að loftþolnum og hratt vaxandi súrefnisfælnum bakteríum ásamt sveppum (almenn ræktun). Hins vegar í leit að hægt vaxandi súrefnisfælnum bakteríum svo sem Actinomyces spp. (Actinomycesræktun).
    Hide details for SýnatakaSýnataka

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Neikvæðri almennri ræktun er svarað út eftir 5 daga en lengri tíma getur tekið fá endanlegt svar úr jákvæðri ræktun. Greinist baktería sem getur valdið bráðri sýkingu, til dæmis Streptococcus pyogenes (streptókokkar af flokki A), er niðurstaða hringd samstundis til meðferðaraðila.

      Neikvæðri Actinomycesræktun er svarað út eftir 10 sólarhringa.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Ræktist bakteríur sem geta valdið bráðum sýkingum, til dæmis Streptococcus pyogenes (streptókokkar af flokki A) eða Haemophilus influenzae eru þeir taldir sýkingavaldar í leginu. Einnig er hugsanlegt að Actinomyces spp. séu sýkingavaldar, en þar sem Acintomycesspp. geta verið hluti af eðlilegri örveruflóru æxlunarfæra kvenna er æskilegt að fleira en ræktun styðji greininguna.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

    Ritstjórn

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristján Orri Helgason - krisorri

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 10/31/2012 hefur verið lesið 30765 sinnum