../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-211
Útg.dags.: 03/08/2023
Útgáfa: 10.0
2.02.01.01 Kortisól í munnvatni
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Styrkur kortisóls í munnvatni endurspeglar styrk frís (þ.e. ópróteinbundins) kortisóls í sermi. Mæling á styrk kortisóls í munnvatnssýni sem safnað er um miðnætti er í auknum mæli notað sem skimunarpróf fyrir Cushings sjúkdómi. Kostir þessarar mælingar eru að sjúklingur getur sjálfur safnað sýni utan spítala á einfaldan og þægilegan hátt án streitu.
Helstu ábendingar: Grunur um Cushings heilkenni.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Munnvatnssýni, safnað í Salivette munnvatns-sýnaglös frá Sarstedt. Munnvatnssýnaglös má nálgast á rannsóknakjarna Landspítala ásamt leiðbeiningum um söfnun munnvatns. Blóðmenguð sýni eru ónothæf og eru ekki mæld.

Undirbúningur sjúklings:
1) Forðast skal líkamsáreynslu og streitu fyrir sýnatökuna.
2) Ekki má borða, drekka, taka lyf, tyggja tyggigúmmí, reykja, veipa né nota munntóbak síðustu 30 mínútur fyrir sýnasöfnun.
3) Ekki bursta tennurnar innan 1 klst fyrir sýnasöfnun.
4) Bíða með söfnun ef minna en 12 klst eru frá neyslu áfengis.
5) Sýni skal safnað um miðnætti (+/- 30 mínútur). Stundum er beðið um að fleiri sýnum sé safnað á öðrum tímum sólarhringsins.
Sýnataka:
Munnvatns-sýnum er safnað í Salivette munnvatns-sýnaglös á eftirfarandi hátt:
a) Þvoið hendur vandlega og þurrkið.
b) Takið lokið af Salivette glasinu.
c) Hallið Salivette glasinu þannig að hægt sé að grípa í endann á filternum sem er í glasinu.
d) Setjið filterinn í munninn (í kinnina) og geymið þar í u.þ.b. 2 mínútur án þess að tyggja, þar til filterinn hefur gegnblotnað af munnvatni. Ef munnvatnsframleiðsla er mjög lítil skal hafa filterinn lengur í munninum.
e) Takið filterinn úr munninum og komið honum aftur fyrir í Salivette sýnaglasinu.
f) Lokið ílátinu.
g) Skráið á sýnaglasið söfnunartíma auk nafns og kennitölu. Geymið glasið síðan í kæli.
h) Skilið sýnaglasinu á rannsóknarstofu sem fyrst.

Geymsla: Niðursnúið munnvatn geymist í sólarhring við stofuhita, í 4 daga við 2-8°C og í 12 mánuði frosið.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Kl. 06:00 - 10:00
< 24,1 nmól/L
Kl. 16:00 - 20:00
< 9,65 nmól/L
Kl. 23:30 - 00:30
< 11,3 nmól/L
Viðmiðunarmörkin eru frá framleiðanda hvarfefnanna (Roche Diagnostics) og eru 97,5. hundraðsmörk.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun Mælist kortisól í munnvatnssýni sem safnað er milli kl. 23:30-00:30 yfir viðmiðunarmörkum styður það greiningu á Cushings heilkenni. Venjan er að endurtaka prófið a.m.k. einu sinni til að staðfesta svarið.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill Cortisol II, 2022-10, V 7.0. Roche Diagnostics.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 05/31/2011 hefur verið lesið 1503 sinnum