../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-072
Útg.dags.: 07/25/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 FSH
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: FSH (follicule stimulating hormone) eða follitrópín er próteinhormón, myndað í heiladingli. Hjá konum örvar FSH eggbúsþroska og estrógen framleiðslu. Hjá körlum örvar FSH sæðisfrumumyndun. Hjá konum á barneignaraldri er styrkur FSH breytilegur innan tíðahringsins. Styrkur FSH í sermi karla er mun stöðugri. Við tíðahvörf hækkar sermisstyrkur FSH mikið. Styrkur FSH í sermi er lágur hjá börnum en fer að stíga þegar líður að kynþroskaskeiði og nær fullorðinsgildum á unglingsárum.
Helstu ábendingar: Uppvinnsla á ófrjósemi, hjá bæði konum og körlum. Til að staðfesta grun um tíðahvörf. Grunur um sjúkdóma í heiladingli og sjúkdóma í kynkirtlum. Ótímabær eða seinkaður kynþroski hjá börnum og unglingum.

Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Plasma, 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Geymist 14 daga í kæli og 6 mánuði í frysti.
Mæling er gerð alla virka daga.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
U/L
Konur:eggbúsfasi3,5 - 12,5
miðbik tíðahrings5 - 21
gulbús fasi2 - 8
eftir tíðahvörf26 - 135
Karlar1,5 - 12
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun FSH styrk í sermi ber að túlka með tilliti til aldurs, kyns og hjá konum m.t.t. tíðahrings og þungunar.
    Hækkun: FSH í sermi er hækkað ef kynkirtlar starfa ekki eðlilega og neikvæð afturvirkni frá kynsterum á heiladingul vantar. Eftir tíðahvörf er FSH styrkur í sermi hár. Pubertas precox af heiladingulsuppruna.
    Lækkun: Við skaða og truflanir í starfsemi undirstúku og/eða heiladinguls. Getnaðarvarnapillan getur lækkað serum gildi FSH og gildi eru lág eða ómælanleg á meðgöngu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill FSH (Follicule-stimulating hormone), 2017-08, V 19,0. Roche Diagnostics, 2017.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/10/2011 hefur verið lesið 6500 sinnum