../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-175
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Svitapróf
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Svitasýni er tekið með sérstökum sýnatökubúnaði "Macroduct® sweat stimulation and collection system". Svitamyndun er örvuð með pílókarpín og vægur straumur (1,5 mA) er notaður til að flytja pílókarpín í svitakirtlana og örva svitamyndun. Svitanum er safnað í söfnunarhylki sem sett er við húðina og fest með þar til gerðu armbandi. Styrkur klórjónarinnar er mældur í svitanum.
Ábending: Grunur um cystiska fibrosis. Við cystiska fibrosis minnkar seiting frumna á klór, sem veldur aukningu á seigu slími, það veldur einkennum frá mörgum líffærum. Einkennin eru aðallega frá meltingarvegi og lungum.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýni er tekið af lífeindafræðingum á Rannsóknarkjarna og þarf að panta rannsóknina sérstaklega í
síma 5435000.
Mæling gerð einu sinni í viku.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Styrkur klórjónarinnar í svita < 50 mmól/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Styrkur á klórjón > 50 mmól/L bendir til cystiskrar fibrósu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Laurell Klinisk Kemi i Praktisk Medicin, níunda útgáfa. Studentlitteratur. 2012.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 4550 sinnum