../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-077
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 HbA1c
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Styrkur á HbA1c í blóði endurspeglar meðalstyrk á glúkósa síðustu 5-12 vikurnar. Hátt gildi á HbA1c er tengt aukinni áhættu á síðkomnum fylgikvillum sykursýki. Hækkun á blóðsykri veldur því að glúkósi binst við hemóglóbín og glýkósýlerað hemóglóbín hækkar. Þessi tenging milli glúkósa og hemóglóbíns er óafturkræf og glýkósýlerað hemóglóbín helst hækkað í blóði meðan rauðu blóðkornin lifa. Meðal líftími rauðra blóðkorna er 120 dagar. Þegar HbA1c er mælt er sá hluti hemóglóbíns sem er bundinn við glúkósa ákvarðaður, svokallað glýkósýlerað hemóglóbín.
Túlkun á niðurstöðum HbA1c er byggð á því að rauðu blóðkornin hafa eðlilegan líftíma. Hjá einstaklingum með hemólýsu og aðra sjúkdóma þar sem líftími rauðra blóðkorna er stuttur, þá er magn HbA1c minna í blóði.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er gerðSýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er gerð
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í glas (inniheldur EDTA) með fjólubláum tappa án gels (svört miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Lágmarksmagn sýnis er 2,5 mL heilblóð.
Geymist í ísskáp í 7 daga
Mæling er gerð alla virka daga
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
20-42 mmól/mól
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Frá og með 16. apríl 2019 verða niðurstöður fyrir HbA1c eingöngu gefnar með einingunni mmól HbA1c/mól hemóglóbín.

    Eftirfarandi formúlur eru notaðar til að umreikna HbA1c gildin:
    HbA1c (eldra gildi) (%) = (0,0915 *HbA1c nýtt gildi (mmól/mól) ) + 2,15
    HbA1c (nýtt gildi)(mmól/mól) = 10,93*HbA1c eldra gildi (%) – 23,5

    Dæmi um reiknivél á netinu: www.diabetes.co.uk/hba1c-units-converter.html

    Túlkun
    Hækkun: Hækkar þegar blóðsykur er hár, þ.e. einkum hjá sykursýkissjúklingum, sem ekki hafa fengið fullnægjandi meðferð.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Hanas R, John G. International HBA1c Consensus Committee. 2010 consensus statement on the worldwide standardization of the hemoglobin A1C measurement.Diabetes Care 2010; 33: 1903-4.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders. 2012.

      Ritstjórn

      Ella Þórhallsdóttir
      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 5740 sinnum