../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-546
Útg.dags.: 07/18/2024
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Prókalsítónín (PCT)
    Hide details for AlmenntAlmennt
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Grunnatriði rannsóknar: : Prokalsítónín (PTC) er óvirkt forstig próteinhormónsins kalsítónins, en kalsítónín gegnir hlutverki við stjórn á kalsíumbúskap líkamans. Í heilbrigðum mönnum er kalsítónín eingöngu myndað í C-frumum skjaldkirtils, en í þeim frumum umbreytist allt forstig hormónsins, PCT, í kalsítónín og er ekki losað út í blóð.
    Við alvarlegar sýkingar og bólgusjúkdóma geta bólguboðefni valdið því að PCT fer að myndast í öðrum vefjum líkamans. Það PCT sem myndast annars staðar en í C-frumum í skjaldkirtli umbreytist ekki í virkt kalsítónín (1).

    Myndun og losun PCT út í blóð eykst verulega við alvarlegar bakteríusýkingar, svo sem við sepsis og lungnabólgu. Styrkur PCT hækkar innan 2-4 stunda og nær háum gildum innan 8-24 stunda. Helmingunartími PCT í blóði er 24 tímar.

    Mæling PCT í plasma/sermi er víða notuð þegar sjúklingar eru grunaðir um að hafa sepsis og geta endurteknar mælingar á þvi komið að gagni við að fylgja sjúkdómsgangi. Niðurstöður mælingar á PCT eru einnig notaðar við meta hvort hefja eigi sýklalyfjameðferð (2, 3).

    Helstu ábendingar: Grunur um alvarlega sýkingu af völdum baktería, svo sem lungnabólga og sepsis. Við mismunagreiningu milli bakteríal lungnabólgu annars vegar og veirulungnabólgu og langvarandi obstruktívs lungnasjúkdóms hins vegar (1).
    Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
    Gerð og magn sýnis: Heparín plasma
    Sýni tekið í heparín plasma glas með grænum tappa með geli (gul miðja). Einnig er hægt að mæla PCT í sermi glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner.

    Geymsla: Geymist í 48 klst við 2-8°C og 3 mánuði við -20°C.

    Ekki bæta við í mælingu eftir 48 klst við 2 - 8 °C.

    Hvenær mælt: Mæling er bráðarannsókn og gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Fullorðnir og börn > 2 daga gömul: <0,05 µg/L
    Fyrir börn < 2 daga gömul (4)
    0-6 tíma gömul <2 µg/L
    6-12 tíma gömul <8 µg/L
    12-18 tíma gömul <15 µg/L
    18-30 tíma gömul <21 µg/L
    30-36 tíma gömul <15 µg/L
    36-42 tíma gömul <8 µg/L
    42-48 tíma gömul <2 µg/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Fullorðnir:
    PCT 0,10-0,25 Bakteríusýking ólíkleg
    PCT 0,25 -0,50 Bakteríusýking möguleg
    PCT 0,50-2,0 Bakteríusýking líkleg. Mögulega sepsis
    PCT 2,0 – 10 Sepsis líklegur
    PCT >10 Bendir til alvarlegrar sýkingar eða sepsis

Ritstjórn

Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir - jeng
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Ísleifur Ólafsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/10/2018 hefur verið lesið 2872 sinnum