../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-129
Útg.dags.: 06/01/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Lyfjaleit í þvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Á rannsóknakjarna LSH er boðið er uppá skimun í þvagi fyrir ákveðnum ávana- og fíkniefnum (amfetamín, barbítúröt, benzódíazepín, ecstacy (MDMA), kannabis, kókaín, metamfetamín og ákveðin ópíöt). Aðferðin sem notuð er við skimunina er eigindleg og notast við mótefni (qualitative competitive binding immunoassay). Niðurstaða fæst með sjónaflestri og er annaðhvort neikvæð eða jákvæð.
Helstu ábendingar: Grunur um misnotkun eða eitrun af völdum ofangreindra efna.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis: Þvag, a.m.k. 0,5 ml.
Geymsla: Þvag geymist í kæli í 2 sólarhringa, lengur fryst.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Neikvætt.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun: Jákvætt svar er vísbending um að sjúklingur hafi nýlega neytt viðkomandi efnis en segir ekki til um hvert vímu- eða eitrunar-ástand hans sé eða hafi verið. Sá tími sem efni er mælanlegt í þvagi eftir að þess er neytt (sjá töflu) er misjafn og háður ýmsum þáttum, t.d. skammtastærð, neyslutíðni, neysluaðferð, einstaklingsbundnum muni á niðurbroti og helmingunartíma auk líkamlegs ástands sjúklings svo sem vökvaástandi.

    Hversu lengi mælanlegt í þvagiSkynjunarmörk prófs
    Amfetamín2-4 dagar1000 ng/ml
    Barbítúröt4-7 dagar 1)300 ng/ml
    Benzódíazepín3-7 dagar 2)300 ng/ml
    Ecstacy (MDMA)1-3 dagar500 ng/ml
    Kannabis3-10 dagar 3)50 ng/ml
    Kókaín2-4 dagar 4)300 ng/ml
    Metamfetamín3-5 dagar1000 ng/ml
    Opiöt (eftirtalin):
    Fentanyl
    (greinir einnig norfentanyl)
    2-3 dagar100 ng/ml
    20 ng/ml
    Morfín
    (greinir einnig Codein og 6-MAM)
    2-4 dagar
    (1-2 dagar / <1 dagur)
    300 ng/ml
    (200 / 300 ng/ml)
    Oxycodone
    (greinir einnig Oxymorphone)
    1-3 dagar
    (1-4 dagar)
    100 ng/ml
    (300 ng/ml)
    Tramadol2-4 dagar100 ng/ml

    1) Eftir langvarandi neyslu á langvirkandi barbítúrötum geta sjúklingar mælst jákvæðir í nokkrar vikur eftir að töku lyfs er hætt.
    2) Eftir langvarandi neyslu á langvirkandi benzódíazepínsamböndum geta sjúklingar mælst jákvæðir í vikur eða jafnvel mánuði eftir að töku lyfs er hætt.
    3) Þeir sem nota kannabis reglulega og í miklum mæli geta mælst jákæðir í 3-4 vikur eftir að neyslu er hætt.
    4) Til eru dæmi um að stórneytendur kókaíns hafi mælst jákvæðir í 10-22 daga eftir að neyslu efnisins var hætt.

    Hafa ber í huga að skimunarpróf fyrir ávana- og fíkniefni sem byggja á mótefnamælingum eru takmörkunum háð, bæði hvað varðar sértæki og næmi. Falskt jákvæð og falskt neikvæð svör geta einstaka sinnum komið fyrir. Sé þörf á að fá niðurstöðu staðfesta með óyggjandi hætti þarf að mæla sýnið með massagreini. Slíkar mælingar eru í boði á Rannsóknarstofu Háskólans í lyfja- og eiturefnafræði.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Rapid Test Cassett (Urine), Package Insert - fyrir ofangreind lyf, AllTest Biotech Co., Ltd. 2015.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 19481 sinnum