../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Resd-112
Útg.dags.: 12/18/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.02.06 B-17-Hydroxyprogesterón
    Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
    Heiti rannsóknar: 17-Hydroxyprogesterón
    Annað heiti rannsóknar: 17OHP
    Markmið rannsóknar: Greining og meðferðarfylgni sjúklinga með vanstarfsemi nýrnahettna.
    Aðferð: Mæling með hjálp mótefna (immunoassay, Delfia, Perkin Elmer, Finnlandi).
    Eining ESD: Lífefnaerfðarannsóknir - nýburaskimun
    Ábendingar: Greining og meðferðarfylgni sjúklinga með vanstarfsemi nýrnahettna. Aðferðin er einkar hentug til þess að skoða sólarhringssveiflur í styrk 17-hydroxyprogesterón hjá sjúklingum með vanstarfsemi nýrnahettna, þar sem auðvelt er að taka blóðþerripappírssýni í heimahúsi í stað þess að leggja sjúklinginn inn á heilbrigðisstofnun. Að auki er hægt að mæla úr sama sýni aðra stera s.s. kortisól, androstendion , 11-deoxykortisól og 21-deoxykortisól í blóðþerripappírsýninu, ef þess þarf.
    Pöntun: Notuð er sama beiðni og fyrir nýburaskimun, gætið þess að beiðnin hafi sama raðnúmer og filterpappírinn, sem notaður er við sýnatökuna.
    Sheilah Severino Snorrason deildarlífeindafræðingur (sheilah@landspitali.is) og Saga Rúnarsdóttir (sagar@landspitali.is) senda beiðnirnar samkvæmt ósk. Einnig má panta beiðnir í síma: 543 5056 og 543 5039, GSM 824 5238. Sýnishorn af nýburaskimunarbeiðni.
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for Undirbúningur sjúklings og sýniUndirbúningur sjúklings og sýni
    Upplýst samþykki: Á ekki við.
    Tegund sýnis: Sýni má taka t.d. með stungu í fingur eða eyra. Notaður er sérstakur þerripappír, sem blóð er látið drjúpa í svo það fylli út í hringina. Pappírinn er látinn þorna í u.þ.b. 3-4 tíma á þurrum dimmum stað við herbergishita og látinn í umslag og sendur á rannsóknastofuna, sjá nánari leiðbeiningar á nýburaskimunarbeiðninni.
    Magn sýnis: Fyrir mælingu á 17-hydroxyprogesterón eingöngu er nægjanlegt að fá tvo gegnumvætta hringi. Í einum hring eru u.þ.b. 70 µL af blóði.
    Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.
    Flutningskröfur: Sýni má senda með A-pósti til rannsóknastofunnar.
    Geymsla ef bið verður á sendingu: Sýnið geymist vel á þurrum dimmum stað fram að sendingu.

    Hide details for Niðurstaða og túlkunNiðurstaða og túlkun
    Niðurstaða og túlkun eru skráðar í Shire og birtar í Heilsugátt.
    Skrifleg niðurstaða er aðeins send beiðandi lækni sé þess sérstaklega óskað.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Aðferðalýsing

    Verkefnisstjóri nýburaskimunar/lífefnaerfðafræði:
    Leifur Franzson lyfjafræðingur (leifurfr@landspitali.is)
    Sími: 543 5617/824 5734.

Ritstjórn

Eiríkur Briem - eirikubr
Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur
Sheilah Severino Snorrason

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Jón Jóhannes Jónsson

Útgefandi

Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/24/2017 hefur verið lesið 859 sinnum