../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-017
Útg.dags.: 09/07/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Albúmín/kreatínin hlutfall í þvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Albúmín/kreatínín hlutfall í þvagi er próf sem er notað til að greina smáalbúmínmigu (microalbuminuria). Smáalbúmínmiga er viðvarandi útskilnaður á albúmíní í þvagi, minni en svo að hann greinist á venjulegu þvagstrimlaprófi en meiri en það sem eðlilegt telst (smáalbúmínmiga = albúmínútskilnaður á bilinu 30-300 mg/24 klst). Smáalbúmínmiga hefur forspárgildi varðandi nýrnamein hjá sjúklingum með sykursýki. Venjan var að mæla albúmínútskilnað í sólarhringsþvagi, en gott samband er á milli sólarhringsútskilnaðar á albúmíni og albúmín/kreatínín hlutfalls. Því má með mælingu á albúmín/kreatínín hlutfalli fá upplýsingar um albúmínútskilnað án þess að gera sólarhringsþvagsöfnun, en kreatínín leiðréttir fyrir mismunandi þéttleika þvags.
Helstu ábendingar: Til að skima fyrir og fylgja eftir smáalbúmínmigu hjá sjúklingum með sykursýki.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis: Fyrsta morgunþvag, miðbunusýni. Geymist í kæli í 7 daga. Ekki skal frysta þvagið.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk< 3 mg/mmól. Miðast við fyrsta morgunþvag.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun niðurstaðna: Albúmín/kreatínín hlutfall á bilinu 3-30 mg/mmól telst vera smáalbúmínmiga og bendir til byrjandi nýrnaskemmda. Gildi > 30 mg/mmól telst próteinmiga (albúmínmiga) og er merki um nýrnaskemmd. Þar sem verulegur breytileiki er á þessari rannsókn frá degi til dags skal staðfesta jákvæðar niðurstöður með því að endurtaka prófið tvisvar sinnum. Tvö sýni af þremur, á þriggja mánaða tímabili, þurfa að vera hækkuð til að gefa greininguna smáalbúmínmiga. Vöðvamassi hefur áhrif á kreatínín útskilnað og getur albúmín/kreatínín hlutfall því vanmetið albúmínútskilnað hjá mjög vöðvamiklum einstaklingum en ofmetið útskilnaðinn hjá mjög vöðvarýrum (cachectic) sjúklingum. Ástæður fyrir auknu albúmín/kreatínín hlutfalli aðrar en sykursýki geta verið: nýrnasjúkdómar sem ekki eru orsakaðir af sykursýki, blóðmiga eða blóðmengun á þvagsýni, ómeðhöndlaður háþrýstingur, þvagfærasýking, slæm sykurstjórnun hjá sykursýkissjúklingum, hjartabilun, sýkingar og ströng líkamsáreynsla.
    Hækkuð gildi: Nýrnaskemmdir hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóma, sykursýki eða háan blóðþrýsting.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders. 2012
    Upplýsingableðill ALBT2, 2019-03, V 13.0 Roche Diagnostics, 2019

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 6164 sinnum