../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-122
Útg.dags.: 12/09/2021
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Laktat dehydrogenasi (LD)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Laktat dehydrogenasi (LD) finnst í umfrymi frumna líkamans. Styrkur LD í umfrymi er 1500 - 5000 sinnum meiri, en í blóði. Ensímið hvatar lokastigið á loftfirrðri (anaerob) glýkólysu þegar pýrúvat afoxast í laktat með aðstoð NADH. LD lekur í einhverju magni úr frumum við eðlilegan frumudauða.Við breytingar sem valda aukningu á gegndræpi frumuhimna eykst magn LD í blóði.Hækkun á LD í blóði er ósértækt merki um vefjaskemmd.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Plasma, 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Geymist í 4 daga í kæli og 6 vikur í frysti
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 6 mánaða6 mán - 3ja ára
3 - 16 ára
> 16 ára
1200 U/L
120-600 U/L
120-350 U/L
105-205 U/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Blóðkornarof (hemólýsa) í sýni

    Túlkun
    Hækkun: Sést við frumuskemmdir eða frumudauða, einkum í hjarta, lifur, nýrum, lungum og vöðvum. LD hækkar við rauðblóðkornarof og megaloblastískt blóðleysi.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Viðmiðunarmörk sjá: www.furst.no/norip
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 4601 sinnum