../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-090
Útg.dags.: 12/18/2014
Útgáfa: 1.0
2.02.02.01 Vélindarannsókn
Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar:
Vélinda.
Samheiti:
Oesophagus.
Pöntun:
Röntgensvör
, sjá
leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu
.
Ábendingar:
Kyngingaerfiðleikar, æxli, aðskotahlutur, leki eftir aðgerð o.fl.
Frábendingar
:
Þungun.
Undirbúningur og framkvæmd
Undirbúningur og framkvæmd
Undirbúningur:
Sjúklingur tekur sín föstu lyf.
Fasta í 2 klst fyrir rannsókn.
Sé rannsóknin gerð samhliða magarannsókn skal fasta í 8 klst.
Ekki reykja eða tyggja tyggigúmmí.
Aðferð:
Sjúklingur þarf að kyngja skuggaefni
og myndir teknar í skyggningu. Við myndgreiningarannsókn af vélinda er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun. Framkvæmt af röntgenlækni með aðstoð geislafræðings.
Tímalengd:
20 mínútur
Eftirmeðferð:
Drekka vel af vökva í nokkrar klst. eftir rannsókn á meðan skuggaefnið er að hreinsast úr meltingafærum.
Niðurstöður
Niðurstöður
Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, þegar svar hefur verið staðfest. Oftast er það næsti virki dagur. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir á innri vef.
Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.
Heimildir
Heimildir
Diagnostic Imaging Abdomen
Ritstjórn
Alda Steingrímsdóttir
Soffía G Þorsteinsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Pétur Hannesson
Útgefandi
Alda Steingrímsdóttir
Upp »