../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-046
Útg.dags.: 03/08/2023
Útgáfa: 10.0
2.02.01.01 Kortisól
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Kortisól er helsti sykursteri líkamans og gegnir mikilvægu hlutverki í sykurefnaskiptum og viðbrögðum líkamans við álagi. Kortisól myndast í nýrnahettuberki og er framleiðslan undir stjórn ACTH. Í blóði eru u.þ.b. 10% kortisóls á fríu formi en um 90% eru bundin próteinum, aðallega transkortíni (öðru nafni corticosteroid binding globulin (CBG)). Áberandi sólarhringssveifla er á styrk kortisóls í blóði, hæst gildi mælast að morgni en lægst gildi í kringum miðnætti (< 50% af morgungildi). Styrkur kortisóls í blóði hækkar við álag hvort heldur það er líkamlegt eða andlegt.
Helstu ábendingar: Grunur um kortisól skort (nýrnahettubilun) eða ofgnótt kortisóls (Cushings heilkenni).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýni eru venjulegast tekin að morgni ef grunur er um nýrnhettubilun en við grun um Cushings heilkenni eru tekin eftirmiðdags eða kvöldsýni.

Gerð og magn sýnis:
Plasma, 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) .
Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymist í sólarhring við stofuhita, 4 daga í kæli og 12 mánuði í frysti.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk

Kl. 06:00 - 10:00
135 - 540 nmól/L
Kl. 16:00 - 20:00
70 - 330 nmól/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun: Mikilvægt að muna að viðmiðunarmörk eru háð sýnatökutíma. Sykursterameðferð, á hvaða formi sem er, getur haft áhrif á útkomu kortisólmælinga. Álag/stress, veldur hækkun á kortisólstyrk í blóði og það þarf að hafa það í huga þegar niðurstöður eru túlkaðar.
    Hækkun: Cushings heilkenni, vegna frumkominnar offramleiðslu kortisóls í nýrnahettum eða vegna aukningar á myndun ACTH. Við Cushings heilkenni er það einkennandi að sólarhringssveifla á styrk S/P-kortisóls hverfur. Kortisol hækkar við þungun og við meðhöndlun með östrogenum.
    Lækkun: Nýrnahettubilun, hvort heldur hún er frumkomin (Addisons sjúkdómur) eða afleidd vegna ACTH skorts. Sykursterameðferð getur valdið því að kortisólstyrkur í blóði mælist lágur.

    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri hækkun, í koritsól aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill Cortisol II, 2022-10, V 7.0. Roche Diagnostics.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 10764 sinnum