../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmein-237
Útg.dags.: 11/27/2023
Útgáfa: 1.0
2.02.04.01 MGMT metýleringarpróf
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: MGMT metýleringarpróf
Samheiti: MGMT próf, pyro-raðgreining á MGMT
Markmið rannsóknar: Greina magn metýleringar á fjórum CpG eyjum í útröð 1 í geninu MGMT.

Aðferð: Bísúlfíðmeðhöndlun á DNA, PCR og pyro-raðgreining.

Pöntun: Rafræn beiðni í Heilsugátt / Beiðni um stökkbreytingapróf.

Verð: 13 einingar. Sjá Gjaldskrá.

Ábendingar: Prófið metur magn metýleringar á völdum CpG eyjum í útröð 1 í geninu MGMT. Metýlering á MGMT er fyrst og fremst mæld í heilaæxlum, aðallega glioblastoma. Mikil metýlering slekkur á/minnkar framleiðslu próteinsins, sem leiðir til meira næmi við lyfjum sem hengja alkýl hópa á DNA (e. DNA alkylation). Svörun við lyfjum sem setja alkýl hópa á DNA, t.d. temozolomide, er betri hjá þeim sem eru með metýlerað MGMT en þeim sem eru ekki með metýlerað MGMT. Mikil metýlering á MGMT gefur til kynna betri horfur en engin eða lítil metýlering.
Hide details for SýniSýni
Gerð og magn sýnis:
Vefjasýni eða nálarsýni FFPE (e. formalin-fixed paraffin-embedded), skorin í 12 µm þykkar sneiðar (1-5 sneiðar eftir flatarmáli vefjarins).
Val á sýni: Meinafræðingur velur sýni, merkir þann hluta vefjarins sem á að nota og metur æxlisprósentu.
Æxlisprósenta: Hlutfall æxlisfrumna í sýninu þarf að vera a.m.k. 50% til að hægt sé að framkvæma prófið.
Hide details for SvartímiSvartími
Innan 30 daga frá því sýni berst Meinafræðideild.
Hide details for Niðurstöður og túlkunNiðurstöður og túlkun
Niðurstaða rannsóknarinnar er birt í Heilsugátt. Upplýsingar eru veittar um hvort metýlering greinist
eða ekki. Sé metýlering 10% eða hærri er sýnið talið jákvætt, en sé hún undir 10% er sýnið talið
neikvætt (sjá leiðbeiningar DNOG (Dansk Neuro Onkologisk Gruppe í fylgiskjali 1, bls 34).

    Ritstjórn

    Rósa Björk Barkardóttir
    Inga Reynisdóttir
    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe
    Bylgja Hilmarsdóttir - bylgjahi

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Inga Reynisdóttir
    Jón G Jónasson

    Útgefandi

    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 11/03/2023 hefur verið lesið 136 sinnum