../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-063
Útg.dags.: 11/30/2023
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Mótefni gegn storkuþætti VIII
    Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Pöntunarkóði í Flexlab: MOTF08
    Grunnatriði rannsóknar:
    Mótefni gegn storkuþætti VIII myndast hjá 15-25% sjúklinga með svæsna hemophilia A sem hafa fengið endurteknar inngjafir af storkuþætti VIII. Mótefnin eyða upp gefnun storkuþætti og torvelda því meðferð sjúklinga með hemophilia A. Mótefni greinast stöku sinnum hjá fólki sem ekki hefur hemophilia A og valda áunnum faktor VIII skorti (acquired hemophilia A) sem er alvarlegur blæðingarsjúkdómur.
    Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
    Gerð og magn sýnis:
    Blóð tekið í storkuprófsglas sem inniheldur 3,2% natríum sítrat.
    Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
    Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.
    Sýnaglas skilið niður í kældri skilvindu við 4°C. Plasmað tekið frá innan 30 mínútna. Plasma er notað til mælingar.
    Mælingin skal gerð innan 8 klst frá blóðtöku á rannsóknakjarna Hringbraut
    Plasma geymist fryst við - 70°C.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Bethesda einingar/ml.
    Túlkun
    Hækkun: ef > 0,6 u/ml þá er mótefni til staðar (eða annar hemill). Blóðmeinafræðingur túlkar uppgefið gildi.

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Sigrún Reykdal

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigrún Reykdal

Útgefandi

Fjóla Margrét Óskarsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/26/2011 hefur verið lesið 503 sinnum