../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-069
Útg.dags.: 09/05/2022
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Magnesíum í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Í líkamanum er um það bil 1 mol (25 g) af frumefninu magnesium. Helming þess er að finna í beinum, en hinn helmingurinn er aðallega inni í frumum. Magnesíum er því fyrst og fremst svokölluð innanfrumujón. Verulegar breytingar geta átt sér stað í heildarmagni magnesium í líkamanum án þess að þær endurspeglist í styrk þess í plasma. Magnesíum er mikilvægur kófaktor fyrir fjölda ensýma í efnaskiptum líkamans.
Magn magnesium í fæðu er afar breytilegt en um 30-40 % þess er frásogað þegar um 15 mmol er neytt á dag.Sé magnið minna frásogast hlutfallslega meira. Í plasma er 30-35% af magnesium bundið próteinum, helst albúmíni.
Magnesíum skilst fyrst og fremst út með þvagi. Við magnesíumskort eykst endurupptaka í píplum nýra þannig að 99% þess er tekið upp. Aukin virkni PTH eykur endurupptökuna á magnesium en hyperkalsemía, natriuresis og alkóhólneysla minnkar hana.
Mæling á magnesium byggir á hvarfi þess við xylidyl blue í alkalísku umhverfi og er ljógleypni mæld við 505/600 nm.
Helstu ábendingar: Grunur um magnesíumskort.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sólarhringsþvagi er safnað samkvæmt leiðbeiningum rannsóknastofunnar. Sýra skal þvagið með því að setja 25 ml af 50 % ediksýru í söfnunarílát áður en söfnun hefst. Sýring er gerð til þess að koma í veg fyrir að magnesium ammoniumfosfat kristallar falli út í þvaginu.
Magn þvags mælt og 10-20 ml sendir til rannsóknar ásamt upplýsingum um þvagmagn. Einnig má safna þvaginu ósýrðu og sýra það á rannsóknastofunni.
Geymist 3 daga við stofuhita og í kæli og eitt ár -20°C

Mæling er gerð alla daga vikunnar á Hringbraut
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
2,5 - 7,5 mmól/24 klst
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Útskilnaður magnesium er háður magnesíumneyslu.
    Lækkun: Við magnesiumskort geta sést gildi < 0,5 mmol/24 klst
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1) Heimildir: Method Sheet Magnesíum, REF06407358 190, V15.0. Roche Diagnostics, 2019-03.
    2) Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 476-478.

        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Ísleifur Ólafsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Sigrún H Pétursdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 07/06/2011 hefur verið lesið 2792 sinnum