../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-075
Útg.dags.: 01/05/2024
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 Fólat
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Fólat þörf líkamans er mismunandi á mismunandi æviskeiðum. Fæðutegundir sem innihalda mikið fólat eru m. a.: lifur, baunir, hnetur, spínat og annað grænmeti. Skorts gætir fyrst og fremst í vefjum með hraða umsetningu, svo sem í beinmerg og meltingarfærum. Birgðir eru litlar, duga í 3 - 4 mánuði. Án vítamín B12 geta frumur ekki tekið upp og umbreytt metatetrahydrofólati í tertahydrofólat. Við B12 skort er því fólat lækkað í rauðum blóðkornum, en eðlilegt eða hækkað í sermi.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Sýni tekið fastandi.
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni geymist tvo tíma við stofuhita, 48 klst við 2-8°C. Það má ekki frysta sýni sem innihalda LiHeparin. Það þarf að verja sýni fyrir ljósi.
Mæling er gerð allan sólarhringinn alla daga.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
P-fólat: 6 - 35 nmól/L
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Svar: Sveiflur í serum fólati koma eftir mismunandi fólatríkar máltíðir.
Truflandi efni:
  • Hemolýsa truflar mælingu á fólati í sermi, því fólat lekur úr rauðum blóðkornum og veldur hækkun á fólati í sermi.
  • Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri hækkun, í fólat aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).
Túlkun
Lækkun: Lækkun á fólati sést við aukna fólatþörf (meðganga, aukin framleiðsla rauðra blóðkorna), minnkað frásog, minnkaða neysla eða aukið tap í líkamanum. Methotrexat, trimetoprim og sulfasalazin geta valdið fólatskorti.
Hide details for HeimildirHeimildir
Upplýsingableðill Folate, 2013-11, V 11 Roche Diagnostics, 2013.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
Laurell Klinisk Kemi i Praktisk Medicin, níunda útgáfa. Studentlitteratur. 2012

Ritstjórn

Aldís B Arnardóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 5443 sinnum