../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-011
Útg.dags.: 08/06/2024
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Activated Prótein C Viðnám
Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Prótein C er náttúrulegt blóðþynningarefni sem virkjast af trombín-trombómódúlíni. Virkt prótein C (activated protein C, APC) brýtur niður storkuþætti Va og VIIIa og dregur þannig úr hraða storku-myndunar. Prótein S eykur virkni APC. Þekkt stökkbreyting í geni storkuþáttar V leiðir til breyttrar amínósýruraðar storkuþáttarins, (Arg506 --> Gln, F V Leiden) sem hindrar niðurbrot storkuþáttar V af völdum APC. Afleiðingin er APC viðnám (APCV) sem leiðir af sér ofvirkni storkukerfisins og ættlæga segahneigð. APCV er mælt með afbrigði af APTT aðferðinni þar sem APC er bætt út í prófefnið ásamt snákaeitri frá Crotalus viridis helleri og plasma sem er snautt af storkuþætti V. Snákaeitrið kemur af stað storknun frá storkuþætti X og útilokar þar með áhrif frá storkuþáttum sem eru ofar í storkukerfinu. APC veldur minni lengingu á APTT hjá fólki með stökkbreyttan storkuþátt V heldur en í eðlilegum einstaklingum. Unnt er að staðfesta stökkbreytinguna með erfðaefnisrannsóknum.

Breytileiki: Fölsk neikvæð svör sjást ef lenging er á APTT (t.d vegna heparíngjafar, warfaríns eða lúpus anticoagulants).
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Blóð tekið í storkuprófsglas sem inniheldur 3,2% natríum sítrat.
Litakóði samkvæmt Greiner.

Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.
Sýnaglas skilið niður í kældri skilvindu við 4°C. Plasmað tekið frá innan 30 mínútna.Mælingin er gerð á plasma.

Mælingin skal gerð innan 8 klst frá blóðtöku.
Plasma geymist 8 klst við 20±5°C
Plasma geymist fryst við - 70°C.

Mælt á Hringbraut
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
> 120 sekúndur.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Svar: Sekúndur.
Túlkun
Hækkun:
Lækkun: Stytt APCV sést við ættlæga stökkbreytingu í storkuþætti V (F V Leiden). Lúpus anticoagulant og aðrir þættir sem lengja APTT (t.d. heparín, warfarín og díkúmaról) geta því hindrað greiningu APCV.

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir

Samþykkjendur

Oddný Ingibjörg Ólafsdóttir
Páll Torfi Önundarson

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 1953 sinnum