../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Resd-116
Útg.dags.: 12/18/2023
Útgáfa: 1.0
2.02.01.29 Örflögugreining
    Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
    Heiti rannsóknar: Örflögugreining
    Annað heiti rannsóknar: Array, Microarray
    Markmið rannsóknar: Aðferðin byggist á því að bera saman magn erfðaefnisraða sem bindast þreifurum í sjúklingasýni og viðmiðunarsýni. Með þessum samanburði fást annars vegar upplýsingar um hlutfallslegt magn erfðaefnisraða sýnis í samanburði við viðmiðunarsýni og hins vegar arfgerðadreifingu á SNP
    Aðferð: DNA einangrað úr vef, skorið með skerðiensímum, flúrmerkt, þáttaparað við örflögu og örflaga skönnuð.
    Eining ESD: Litningarannsóknir.
    Ábendingar: Helstu ábendingar rannsóknar eru þroskaskerðing, einhverfa, margvíslegir fæðingargallar og aðrar einkennasamstæður þar sem grunur vaknar um brottfalls- heilkenni samstæðra gena (contiguous gene deletion syndrome).
    Pöntun: Annað hvort er pantað í gegnum Heilsugátt eða pappírsbeiðni send með sjá Beiðni - Litningarannsókn, blóð, beinmergur, húð, annað
    Verð: Grunngjald 122 einingar, viðbætur sjá Gjaldskrá
    Hide details for SvartímiSvartími
    2 - 3 vikur, bráðasýni - 1 vika.
    Hide details for Niðurstaða og túlkunNiðurstaða og túlkun
    Við úrvinnslu á niðurstöðum eru afbrigðileg svæði skv. Genoglyphix skoðuð sjónrænt og reynt að ákvarða hvort um falsk jákvæða breytingu sé að ræða, m.a. út frá fjölda þreifara og log2 hlutfalli á svæði. Niðurstöður eru túlkaðar og reynt að ákvarða hvort breyting hafi klíníska þýðingu út frá ýmsum þáttum, s.s. stærð breytingar, hvort skaðlaust CNV sé þekkt á sama stað skv. Toronto Database of Genomic Variants, fjölda OMIM gena á svæði, imprinting gena, A-litnings víkjandi gena á AOH svæðum skv. Cytogenomics
    forritinu, samanburði við þekkt tilfelli í Genoglyphix (GCAD database), DECIPHER og ISCA. Genoglyphix inniheldur einnig upplýsingar um skilgreind brottfalls eða tvöföldunar heilkenni. Niðurstöður eru birtar í Heilsugátt en skrifleg niðurstaða aðeins send beiðandi lækni sé þess sérstaklega óskað.




Ritstjórn

Erla Sveinbjörnsdóttir
Eiríkur Briem - eirikubr
Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur
Helga Hauksdóttir
Jón Jóhannes Jónsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Jón Jóhannes Jónsson

Útgefandi

Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 11/05/2021 hefur verið lesið 177 sinnum