../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-152
Útg.dags.: 03/03/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Parasetamól
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Parasetamól (acetaminophen) er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Það frásogast að fullu frá meltingarvegi og hámarksþéttni í blóði næst eftir 0,5 - 1 klst sé lyfið tekið í lækningalegum skömmtum en eftir u.þ.b. 4 klst eftir eitrunarskammta. Helmingunartími lyfsins í sermi er yfirleitt um 2-4 klst og próteinbinding á bilinu 10-50%. Niðurbrot parasetamóls fer að stærstum hluta fram í lifur með samtengingu við glúkúróníð og súlfat. Lítill hluti lyfsins (10%) oxast þó fyrir tilstilli CYP 2E1 í N-acetyl-benzoquinone-imine. Þetta umbrotsefni er eitrað fyrir lifrina en er þó venjulegast afeitrað með samtengingu við glutathíon. Við eitrunarskammta af parasetamóli myndast þó N-acetyl-benzoquinone-imine í magni sem er umfram getu lifrarinnar til afeitrunar og getur það leitt til lifrarskemmda sem koma fram 3-5 dögum eftir inntöku lyfsins. Nýrnaskemmdir koma einnig fyrir en sjaldnar. Sérstakt móteitur er til við parasetamóleitrunum, N-acetylcystein (Mucomyst) og er mikilvægt að meðferð hefjist eins fljótt og mögulegt er þegar grunur er um parasetamóleitrun. Parasetamóleitranir tengjast oftast sjálfsvígstilraunum en eitranir koma einnig fram við langtímanotkun á lyfjum sem innihalda parasetamól.
Helstu ábendingar: Grunur um parasetamóleitrun.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Geymist í kæli í 7 daga og 6 mánuði í frysti við - 20°C.

Framkvæmd: Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for Meðferðarrmörk / Eitrunarmörk
Meðferðarrmörk / Eitrunarmörk

Meðferðarmörk:
66 - 200 µmól/L

Eitrunarmörk:

Klukkustundir frá inntöku
S-parasetamól
(µmól/L)
4
6
8
10
12
> 1324
> 993
> 662
> 498
> 331
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun Styrkur S-parasetamóls miðað við tíma frá inntöku lyfsins segir til um líkindi á lifrarskemmdum sbr. venslarit Rumack-Matthew og töfluna hér að ofan (gildir þó aðeins hafi lyfið verið tekið í einum skammti á þekktum tímapunkti).
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Acetaminophen, Cobas, 2021-09, V 4,0, Roche Diagnostics.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 4783 sinnum