../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-048
Útg.dags.: 06/08/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 C-reaktíft prótein (CRP)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: C-reaktíft prótein (CRP) er plasmaprótein sem myndast í lifur, og hefur hlutverki að gegna við bólguviðbrögð í líkamanum. CRP er bráða fasa prótein. CRP hækkar hratt og mikið við bólguviðbrögð. Hækkun sést 6-12 klst. eftir vefjaskemmd.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Sýni geymist 3 daga í kæli
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Hækkun: Hækkar við bakteríusýkingar, bólgusjúkdóma, illkynja æxli, stóra áverka og eftir stórar skurðaðgerðir. Hækkar oft meira við bakteríusýkingar, en veirusýkingar. Það er þó ekki algilt og CRP getur hækkað við t. d. við inflúensu sýkingu og einkyrningasótt (mononucleosis infectiosa)
Hide details for HeimildirHeimildir
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 10246 sinnum