../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-117
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Kreatinin útskilnaður
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Kreatínín útskilnaður (clearance) er skilgreindur sem sá fjöldi millilítra sermis sem nýrun hreinsa af kreatíníni á mínútu. Kreatínín útskilnaður er mælikvarði á hraða gaukulsíunar (glomerular filtration).
Útskilnaður í ml/mín = ml þvags x þvag kreatínín µmol/L deilt með safntíma í mín x serum kreatínín µmol/L.

Breytileiki: Á meðgöngutíma vex blóðflæði í nýrum og gaukulsíunarhraði (GSH) og þar með útskilnaður. Kreatínín útskilnaður minnkar hjá eldri einstaklingum sennilega vegna minnkaðs blóðflæðis í nýrum og lækkaðs GSH.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
  • Safnað er sólarhringsþvagi og tekið blóðsýni til mælingar á kreatíníni.
  • Magn þvags mælt og upplýsingar um magn sendar á rannsóknadeild.
  • Þvaginu blandað vel og 5-10 ml af þvagi sent á rannsóknadeild.
  • Hægt er að safna þvagi í 4 eða 6 klst. og taka blóðsýni á miðjum söfnunartíma. Mikilvægt er að mæla söfnunartíma þvags nákvæmlega.
  • Mæling er gerð alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
80-140 ml/mín (miðað við 1,73 fermetra líkamsyfirborð)
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun. Kreatínín útskilnaður ofmetur gaukulsíunarhraða (GSH) um 10 - 40% hjá einstaklingum með GSH > 80 ml/mín og enn meira hjá einstaklingum með lægri GSH

Lækkun: Lækkar við minnkaðan gaukulsíunarhraða
Hide details for HeimildirHeimildir
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2097 sinnum