../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-141
Útg.dags.: 12/09/2021
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Natríum í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: : Sjá P/S natríum. Útskilið magn í þvagi er fyrst og fremst vísbending um natríummagn í fæðu. Útskilnaðurinn í svefni er minni eða nálægt 1/5 af mesta hraða útskilnaðar á daginn. Hormónið antidiuretic hormone (ADH) er mikilvægt fyrir stjórn á natríumstyrk í plasma og natríumútskilnaði, sem og hormónin ANP og BNP, sem losna úr hjartagátt við aukið þan. Þá er einnig renín-angiotensin-aldósterónkerfið mikilvægt, en aldósterón stjórnar endurupptöku natríum í píplum nýrna og þar með útskilnaði á natríum.

Helsta ábending fyrir rannsókninn er hyponatremia og nýrnabilun.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sólarhringsþvag:
Sólarhringsþvagi er safnað samkvæmt leiðbeiningum rannsóknastofunnar. Magn sólarhringsþvags er mælt og 5-10 mL sendir til rannsóknar ásamt upplýsingum um þvagmagn.
Geymist í 2 vikur í kæli.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.


Spot þvag.
5-10 ml af þvagi
Geymist í 2 vikur í kæli.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Sólarhringsþvag:
40 - 200 mmól/24 klst

Spot þvag:
Engin sérstök viðmiðunarmörk
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Útskilnaður er afar háður heildarneyslu á natríum í mat og drykk.
    Gildi yfir 15 mmol/L sjást við hyponatremiu vegna hypoaldosteronisma, salttapandi nephritis ("salt -losing nephritis") og meðferð með þvagræsilyfjum. Við bráða prerenal nýrnabilun, diabetes insipitus og polydipsi sjást gildi undir 15 mmol/L, en yfir 20 mmol/L við akút tubular necrosis.
    Gildi lægri en 15 mmol/L sjást við hyponatremíu með hypovolemiu (extrarenal tap á natríum). Gildi yfir 20 mmol/L sjást við SIADH (syndrome of inappropriate ADH secretion) og nýrnabilun.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Method Sheet ISE indirect Na-K-Cl , REF10825441, V1.0. Roche Diagnostics, 2018-11.
    2. Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 55-70.
    3. Bukerhåndbok I Klinisk Kemi. Stakkestad,JA, Åsberg A. Akademisk Fagforlag AS, Haugesund, Noregur 1997; síða 323-324.
    4. Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 4389 sinnum