../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-747
Útg.dags.: 07/26/2024
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Klózapín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Klózapín (e. clozapine) er óhefðbundið geðrofslyf sem notað er við meðhöndlun á geðklofa sem ekki svarar hefðbundinni meðferð. Klózapín umbrotnar nánast að fullu í lifur, aðalega fyrir tilstilli CYP1A2 og CYP3A4 en mikill munur getur verið á umbrotshraða milli einstaklinga. Einnig geta ýmis lyf og önnur efni aukið eða dregið úr virkni þessara CYP ensíma og þannig haft áhrif á hraða niðurbrots klózapíns. T.d. eru í sígarettureyk efni (polycyclic aromatic hydrocarbons) sem magna CYP1A2 virkni. Af helstu umbrotsefnum klózapíns er það aðeins norklózapín (N-desmethylclozapine) sem hefur virkni þó svo að hún virðist að einhverju leiti frábrugðin virkni klózapíns. Helmingunartími útskilnaðar klózapíns er að meðaltali 12 klst (6-26 klst) en helmingunartími norklózapíns er lengri. Sjaldgæf en alvarleg aukaverkun tengd klózapín meðferð er fækkun hvítra blóðkorna (agranulocytosis) sem kallar á eftirfylgd sjúklinga með reglulegum blóðkornatalningum. Ýmsar aðrar aukaverkanir geta komið fram, t.d. krampar, hjartavöðvabólga og réttstöðuþrýstingsfall.
Helstu ábendingar: Meðferðareftirlit. Hjálpar til við að ákvarða skammta, fylgjast með meðferðarheldni og varna eitrunum.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Vökvakrómatógrafía tengd raðmassagreini (LC-MS/MS).

Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka: Við meðferðareftirlit skal safna blóðsýni rétt fyrir venjulegan lyfjatökutíma að morgni eða 12 klst eftir lyfjagjöf sé lyfið er tekið í einum skammti að kvöldi. Sýni skal ekki tekið fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði, þ.e. eftir 2-3 vikna meðhöndlun og þá að því gefnu að skammtur hafi verið óbreyttur í 1-2 vikur.
Gerð og magn sýnis: Sermi, 1 ml. Blóðsýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýnið skilið niður innan 4 klst og sermi fært yfir í nýtt glas.
Geymsla: Sermi geymist í 3 daga við stofuhita, 7 daga í kæli og í a.m.k. 3 mánuði í frysti.
Framkvæmd: Mæling er gerð tvisvar sinnum í viku í Fossvogi.
    Hide details for MeðferðarrmörkMeðferðarrmörk
    Meðferðarmörk:
    Klózapín 350-600 µg/L.
    Norklózapín (meðferðarmörk hafa ekki verið ákvörðuð).
    Eitrunarmörk:
    Klózapín > 1000 µg/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun: Meðferðarmörk miðast við lággildi. Hjá sjúklingum sem reykja geta breytingar á reykingavenjum (reykingum hætt eða þær hafnar aftur eftir hlé) haft áhrif á sermisstyrkinn. Muna eftir mögulegum milliverkunum við ákveðin lyf. Túlkun niðurstaðna á sermisstyrk klózapíns skal alltaf gerð í tengslum við klínísk einkenni. Niðurstöðurnar geta verið leiðbeinandi en skyldi aldrei nota einar og sér til klínískrar ákvarðanatöku.
    Truflandi efni: Gel í blóðtökuglasi getur valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Recipe Instruction Manual, ClinMass TDM Kit System, Neuroleptics in serum/plasma, RECIPE Chemicals + Instrumenbts GmbH, V 2.0. 24.07.2018.
    Clozapine Actavis, samantekt á eiginleikum lyfs, Sérlyfjaskrá (09.10.2023)
    Flanagan RJ et al. Therapeutic monitoring of plasma closapine and N-desmethylclozapine (norclozapine): practical conciderations. BJPsych Advances (2023), vol. 29,92-102.


    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson
    Baldur Bragi Sigurðsson - baldurbs

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 07/17/2024 hefur verið lesið 103 sinnum