../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-168
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Prótein í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Aukinn útskilnaður próteina í þvagi sést við ýmsa nýrnasjúkdóma og sjúkdóma, eitranir o. fl. sem skaða nýrun.
Markvísi: Er einkum háð nákvæmni þvagsöfnunar.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sólarhringsþvagi safnað (Þvagsöfnun).
Magnmælt og 5 - 10 ml sendir til rannsóknar ásamt upplýsingum um þvagmagn.
Sýni má geyma í nokkra daga í kæli.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 0,15 g/24klst.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Nýrnaskemmdir hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóma, sykursýki eða háan blóðþrýsting.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 1824 sinnum