../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-020
Útg.dags.: 07/25/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01.01 Alkalískur fosfatasi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Alkalískur fosfatasi (ALP) er ensím, sem finnst í flestum frumum líkamans. Langmest af ALP í sermi kemur frá lifur og beinum. Mun hærri gildi á ALP hjá börnum og unglingum, en fullorðnum. Á síðasta þriðjungi meðgöngu hækkar ALP, tvö til þreföld hækkun, fylgjan myndar mikið af ALP, sem kemst í blóð móður.
Ábendingar fyrir rannsókn: Grunur um lifrarsjúkdóm og til fylgjast með sjúkdómum í lifur. Grunur um sjúkdóma í beinum með aukinni osteoblasta virkni.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner Vacuette
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Geymist í 7 daga í kæli. Getur hækkað við langa geymslu.
Mælt allan sólarhringinn, alla daga vikunnar
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
<6 mán, 75-290 U/L; <16 ára, 120-540 U/L; >16 ára, 35-105 U/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Hækkar við lifrarsjúkdóma með gallstíflu (intra- og extrahepatískir) og meinvörp í lifur. Einnig hækkun við beinasjúkdóma með aukinni nýmyndun beina vegna aukins fjölda og virkni osteoblasta.
    Lækkun: Hypophosphatasia (mjög sjaldgæf).
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Viðmiðunarmörk sjá: http://nyenga.net/norip/index.htm
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 7211 sinnum