../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-071
Útg.dags.: 09/05/2022
Útgáfa: 4.0
2.02.03.01.01 a-1-fetóprótein
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Alfa fetoprotein er glýkóprótein (m.þ. 63000) sem myndast í lifur fósturs og er losað út í blóðið. Styrkur þess nær hámarki á 12.-16. viku meðgöngutímanns (1,7-2,5 g/L) en lækkar síðan og er orðin eins og hjá fullorðnum við 10 mánaða aldur.

Breytileiki: a-1-fetóprótein finnst að jafnaði ekki í blóði heilbrigðra nema með mjög næmum aðferðum. Undantekning er barnshafandi konur en í blóði þeirra fer það hækkandi allt fram að fæðingu.

Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvar og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvar og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Plasma, 0,5 ml.
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) .
Litakóði samkvæmt Greiner-sýnatökuglösum.

Geymsla: Geymist í 7 daga við 2 - 8°C og 3 mán við -20°C.

Hvar og hvenær mælt: Mælt á LSH Hringbraut allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 5,8 kU/L.


Þungaðar konur - miðgildi:
Meðganga
14 vikur
15 vikur
16 vikur
17 vikur
18 vikur
19 vikur
kU/L
23,2
25,6
30,0
33,5
40,1
45,5
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: sést einkum við hepatocellular carcinoma, en einnig við sum æxli í eggjastokkum og eistum. a-fetoprótein er oft mikilvægt við greiningu og til að meta árangur lækninga æxla í eistum. Hjá ungbörnum kemur fram hækkun við lifrarsjúkdóma, einkum lifrarbólgur. Sjúkdómar í fóstri: sjá alfa-fetoprótein í legvatni.
    Lækkun: Hjá þunguðum konum geta lækkuð gildi gefið til kynna Down´s syndrome (trisomy 21) og eru gildi þá venjulega um 0,7 - 0,8 MOM (multiples of median). Sjúklingar sem fá háa bíótín skammta (>5 mg/dag) verða að láta a.m.k. 8 klst. líða frá bíótín inntöku þar til sýni er tekið að öðrum kosti má búast við falskri hækkun.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Laurells Klínisk kemi I praktisk medicin. 9th ed. Studentlitteratur, Svíþjóð
    2. Method Sheet frá Roche. Elecsys AFP Ref 04481798 2018-10 V14.0

      Ritstjórn

      Aldís B Arnardóttir
      Sigrún H Pétursdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 2210 sinnum