../ IS
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-071
Útg.dags.: 10/05/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 a-1-fetóprótein
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Alfa fetoprotein (AFP) er albumín-líkt glýkóprótein (m.þ. um 70.000) sem myndast í lifur fósturs og er losað út í blóðið. Styrkur þess í blóði fósturins nær hámarki á 12.-16. viku meðgöngutímanns (1,7-2,5 g/L) en lækkar síðan og er orðin eins og hjá fullorðnum við 10 mánaða aldur. AFP styrkur í blóði móður nær hámarki í viku 30 en fer síðan lækkandi og verður eðlilegur eftir um 10 mánuði.Hjá fullorðnum (ekki ófrískum) einstaklingum mælist styrkur AFP í blóði mjög lágur. Um 80% sjúklinga með frum-lifrarkrabbamein hafa hins vegar verulega hækkaðan AFP styrk í blóði og er AFP álitinn besti æxlisvísirinn fyrir þá gerð krabbameins. AFP styrkur getur einnig hækkað við meinvörp í lifur og kynfrumukrabbamein.
Helstu ábendingar:
Mælingar á styrk AFP eru helst notaðar við greiningu og eftirfylgni og mat á sjúkdómsgangi hjá sjúklingum með illkynja æxli sem mynda AFP í miklum mæli svo sem frum-lifrarkrabbamein og kynfrumukrabbamein í eistum eða eggjastokkum. Mælingin er einnig notuð við eftirfylgni á sjúklingum með skorpulifur, króníska lifrarbólgu og hemokrómatósu, en hjá þeim sjúklingum er aukin hætta á frum-lifrarkrabbameini. Rannsóknin er einnig notuð á meðgöngu kvenna til skimunar fyrir fósturgöllum, svo sem klofinni mænu og trisomy 21 (Downs heilkenni).

Ritstjórn

Aldís B Arnardóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Ísleifur Ólafsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Ingunn Þorsteinsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 2887 sinnum