../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-021
Útg.dags.: 09/22/2022
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 D-Dimer
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
    Þegar plasmín klýfur fíbrín og/eða fíbrínógen, koma fram ýmis niðurbrotsefni, FDP. D-Dimer er niðurbrotsefni krosstengds fíbríns af völdum plasmíns. Aukning þessara efna í blóði bendir til aukinnar fíbrínólýtiskrar virkni í líkamanum sem getur verið af völdum segamyndunar, aukinnar fíbrínólýsu eða segaleysandi lyfja.
Gerð og magn sýnis:
Blóð tekið í storkuprófsglas sem inniheldur 3,2% natríum sítrat.
Litakóði samkvæmt Greiner.
    Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.
Sýnaglas skilið niður í skilvindu við 20°C og 3000 rpm í 10 mínútu. Mælingin er gerð á plasma.

Mælingin skal gerð innan 8 klst frá blóðtöku.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Plasma geymist 8 klst við 20±5°C
Plasma geymist fryst við - 70°C.
    Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
    < 0,5 mg/L. Athugið að eftir fimmtugt hækka viðmið þannig að eru u.þ.b. 0,01 x aldur sjúklings.
Svar: mg/L.
Túlkun
Hækkun:
    Segaleysandi meðferð, stórir blóðsegar, drep, lungnabólgur, skurðaðgerðir, slys, lifrarbilun og jafnvel mikil áreynsla geta valdið aukningu á D-Dimer. Rannsóknin er einkum gagnleg til að greina DIC, primer fibrinolysu, meðgöngueitrun og til útilokunar stórra proximal bláæðasega og segareks til lungna. Hjá sjúklingum með litlar klíniskar líkur á bláæðasegum og D-Dimer < 0,5 mg/L eru bláæðasegar útilokaðir. Hækkun á D-dimer getur hins vegar skýrst af mörgum ástæðum sbr. ofar.

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Kristín Ása Einarsdóttir
Páll Torfi Önundarson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson

Útgefandi

Fjóla Margrét Óskarsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 8425 sinnum