../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmein-239
Útg.dags.: 11/27/2023
Útgáfa: 1.0
2.02.04.01 Prosigna PAM50 próf
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Prosigna PAM50 próf
Samheiti: Prosigna próf, PAM50 próf.

Markmið rannsóknar: Prófið flokkar brjóstaæxli í undirtýpu og reiknar áhættu á 10 ára endurkomu krabbameins.

Aðferð: Einangrun RNA. Greining á genatjáningu með talningu RNA sameinda í sýninu. Notast er við nCounter Analysis System frá Nanostring.

Pöntun: Rafræn beiðni í Heilsugátt / Beiðni um stökkbreytingapróf.

Verð: 6 einingar. Sjá Gjaldskrá.

Ábendingar: Prosigna PAM50 prófið flokkar brjóstaæxli í undirtýpu og reiknar jafnframt áhættu á 10 ára endurkomu meins (sjá fylgiskjal 1). Notkun prófsins er viðurkennd fyrir hormónajákvæð (HR+) brjóstaæxli í konum sem hafa farið í gegnum tíðahvörf (postmenopausal). Sýnt hefur verið að niðurstöður prófsins má nota til að meta gagnsemi lyfjameðferðar eftir skurðaðgerð hjá sjúklingum greindum með brjóstakrabbamein og má þannig koma í veg fyrir ónauðsynlegar lyfjameðferðir.
Hide details for SýniSýni
Gerð og magn sýnis:
Vefjasýni og HE lituð vefjasneið með merktu æxlissvæði eru send til útlanda til greiningar.
Æxlisprósenta: Hlutfall æxlisfrumna í sýninu þarf að vera a.m.k. 10% til að hægt sé að framkvæma prófið.
Hide details for SvartímiSvartími
1-2 vikur eftir að sýni er sent utan.
Hide details for Niðurstöður og túlkunNiðurstöður og túlkun
Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Heilsugátt.
Með svarinu fylgir skýrsla (sjá fylgiskjal 2) þar sem fram kemur eftirfarandi:
  • Undirtýpa brjóstaæxlis (Subtype), byggt á tjáningu PAM50 gena.
  • Áhætta á endurkomu meins (Low risk, Intermediate risk, High risk):
    • Risk of Recurrence (ROR): Tala á bilinu 0-100
    • Probability of Distant Recurrence (%)

    Ritstjórn

    Rósa Björk Barkardóttir
    Inga Reynisdóttir
    Guðrún Jóhannesdóttir
    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe
    Bylgja Hilmarsdóttir - bylgjahi

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Inga Reynisdóttir
    Jón G Jónasson

    Útgefandi

    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 11/28/2023 hefur verið lesið 113 sinnum