../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-082
Útg.dags.: 03/28/2023
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Sökk
    Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Grunnatriði rannsóknar: Mældur er fallhraði rauðra blóðkorna í plasma sjúklings. Sökk segir til um bólguástand líkamans en margir og mismunandi þættir hafa áhrif á mælinguna. Sökkmæling er gagnleg til að fylgjast með virkni langvarandi bólguástands af ýmsum öðrum orsökum, t.d. iktsýki, en gildi prófsins til mats á ýmsum öðrum sjúkdómum er vafasamt. Bent er á að sökk er jafnan hækkað í anemium og síðari hluta meðgöngu. Alfa-, beta- og gammaglóbúlin, einkum þó fibrínógen og macroglóbúlín, stuðla að sökkhækkun en albúmín að lækkun. Anemia, klumpun rauðra blóðkorna, rouleaux myndun og macrocytosis stuðla einnig að sökkhækkun, en polycythemia, anisocytosis, poikilocytosis og microcytosis lækka sökkið. Hækkað sökk þykir benda til bólguástands en eðlilegt sökk útilokar slíkt engan veginn.
    Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
    Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í glas með Na-cítrat storkuvara (hlutfall 1:9):
    • Vacuette sökkglös (3,2% NaCítrat storkuvari). Verða hálffull 1,6 ml.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Svar gefið út í mm/ klst

    Túlkun
    Hækkun: Alfa-, beta- og gammaglóbúlin, einkum þó fibrínógen og macroglóbúlín, stuðla að sökkhækkun. Anemia, klumpun rauðra blóðkorna, rouleaux myndun og macrocytosis stuðla einnig að sökkhækkun, Hækkað sökk þykir benda til bólguástands en eðlilegt sökk útilokar slíkt engan veginn. Eðlillegt er að sjá hækkað sökk í síðari hluta meðgöngu.
    Lækkun: Polycythemia, anisocytosis, poikilocytosis, albúmin og microcytosis lækka sökkið.

Ritstjórn

Fríða D Bjarnadóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson

Útgefandi

Fjóla Margrét Óskarsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/19/2011 hefur verið lesið 1408 sinnum