../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-197
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Þríglýseríðar
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Þríglýseríðar eru esterar af glýseróli og þremur fitusýrum (oftast oleic-, palmitin- eða linoleicsýra). Þríglýseríðar eru óleysanlegir í vatni og finnast í blóði sem hluti af lípópróteinum, m. a. í chylomicron eftir máltíðir, en eftir föstu einkum í very low density (pre-beta) lípópróteinum (VLDL). Mæling á þríglýseríðum eftir föstu endurspeglar magnið á VLDL.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Fastandi í 10 klukkustundir fyrir sýnatöku

Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist í 5 daga í kæli og í þrjá mánuði við -20°C
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
<16 ára 0,3-1,6 mmól/L; >16 ára 0,4-2,6 mmól/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Serumgildi á þríglýseríðum er háð fæði. Eftir máltíðir, sérstaklega fituríkar máltíðir, hækka þríglýseríðar og ná hámarki eftir 2-3 klst. (flutningur á þríglýseríðum frá görn, aðallega í chylomicron og frá lifur i VLDL).

    Túlkun
    Hækkun: Hækkun á þríglýseríðum sést við truflun á lipóprótein metabólisma. Annað hvort vegna aukinnar myndunar á VLDL eða minnkunar á útskilnaði á þríglýseríðum
    Lækkun: Vannæring. Eru mjög lágir við arfgenga a-beta- lípópróteinæmiu, en þá vantar öll lipoprótein sem innihalda apoB.
    Hide details for HeimildirHeimildir

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/08/2011 hefur verið lesið 2959 sinnum