../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-545
Útg.dags.: 03/07/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 Metanefrínar (fríir) í plasma
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Metanefrínar er samheiti yfir O-metýleruð niðurbrotsefni katekólamína, þ.e. normetanefrín (niðurbrotsefni noradrenalíns) og metanefrín (niðurbrotsefni adrenalíns). Samsvarandi O-metýlerað niðurbrotsefni dópamíns er 3-metoxytýramín (3-MT) sem einnig er mælt í þessari aðferð.

Mælingar á metanefrínum eru notaðar við greiningar á litfíklaæxlum í nýrnahettum (pheochromocytoma) og skyldum æxlum utan nýrnahettna (paraganglioma). Þessi æxli, pheochromocytoma/paraganglioma (PPGL), sem oftast eru góðkynja, framleiða og losa umframmagn katekólamína út í blóðrásina, ýmist stöðugt eða í köstum og valda ýmsum einkennum m.a. háþrýstingi sem getur leitt til alvarlegra fylgikvilla í hjarta og æðakerfi.

Til greiningar á PPGL er ráðlagt að mæla fría metanefrína, í plasma eða í sólarhringsþvagi. Mælingin í plasma er heldur næmari en þvagmælingin og með því að mæla jafnframt í plasma 3-MT eykst næmni rannsóknarinnar enn frekar.

Næmi og sértæki katekólamín mælinga í sólarhringsþvagi við greiningu PPGL er minni en metanefrína mælinga vegna þess að katekólamín losun úr æxlunum er ekki stöðug í öllum tilvikum, ólíkt losun metanefrína sem er stöðug. Mælingar á VMA og HVA í sólarhringsþvagi til greiningar á PPGL eru ekki ráðlagðar vegna lítillar næmni og sértæki.

Helstu ábendingar: Mælt er með þessari mælingu sem fyrstu rannsókn við grunur um pheochromocytoma/paraganglioma.

Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
LC-MS/MS
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Sjúklingur skal vera fastandi frá kvöldinu áður (má drekka vatn en ekki kaffi eða drykki sem innihalda koffín). Reykingum (og annarri neyslu nikótíns) skal sleppa að morgni sýnatökudags. Áfengis skal ekki neyta í a.m.k. 24 klst fyrir rannsóknina. Það er ekki skilyrði en þó æskilegt að bíða með töku morgunlyfja þar til eftir blóðsýnatökuna ef það er metið óhætt af lækni sjúklings.
Sýnataka: Sjúklingur þarf að liggja í a.m.k. 30 mínútur áður en sýni er safnað. Á Landspítala fer blóðsýnataka fyrir utanspítalasjúklinga fram á göngudeild Rannsóknakjarna í Fossvogi (panta þarf tíma fyrir þessa blóðtöku í síma 543 5600).
Sýnataka utan Landspítala: Vinsamlegast prentið út meðfylgjandi eyðublað ("Sýnasöfnun fyrir metanefrín (frí) í plasma (LC-MS/MS)"), fyllið út, undirritið og látið fylgja með sýni. Senda þarf sýnið frosið á Rannsóknakjarna Landspítala Fossvogi.
(ATH. Reynist rannsóknastofu utan Landspítala ekki gerlegt að framfylgja leiðbeiningum varðandi sýnatöku (þ.e. legu í 30 mín), sýnameðhöndlun eða sýnasendingu er mælt með að gerð sé í staðin mæling á sólarhrings þvagútskilnaði á metanefrínum).

Gerð og magn sýnis: EDTA plasma, 4 ml glas. Sýni skal safnað í glas með fjólubláum tappa án gels (svört miðja) (litakóði skv. Greiner) sem hefur verið kælt í ísbaði fyrir söfnun. Um leið og sýni hefur verið safnað skal því komið aftur fyrir í ísbaði. Skilja þarf plasmað frá frumuhlutanum í kældri skilvindu innan einnar klst frá sýnasöfnun, færa síðan plasmað yfir í nýtt plastglas og frysta strax.
Geymsla: Niðurskilið plasma geymist í mánuð í frysti við -20ºC.

Sending: Senda þarf sýnið frosið á Rannsóknakjarna Landspítala í Fossvogi.

Mæling er gerð einu sinni í viku í Fossvogi

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk

Frí metanefrín
Frí normetanefrín
Frí 3-metoxytyramín
pmol/L
pmol/L
pmol/L
Fullorðnir
19-29 ára
< 450
< 600
< 110
30-39 ára
< 450
< 700
< 110
40-49 ára
< 450
< 800
< 110
50-59 ára
< 450
< 900
< 110
≥ 60 ára
< 450
< 1100
< 110
Börn
0-30 daga
< 400
< 2800
< 500
1-2 mánaða
< 450
< 2600
< 450
3-5 mánaða
< 450
< 2300
< 400
6-8 mánaða
< 450
< 2000
< 300
9-11 mánaða
< 450
< 1700
< 250
1 árs
< 450
< 1500
< 200
2 ára
< 500
< 1000
< 200
3-10 ára
< 520
< 900
< 150
11-18 ára
< 450
< 800
< 110

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Mælist allir plasma metanefrínar undir viðmiðunarmörkum er nánast útilokað að sjúklingur sé með PPGL. Að því gefnu að rétt hafi verið staðið að undirbúningi sjúklings og sýnatöku (sjúklingur verið fastandi og legið í 30 mínútur fyrir blóðsýnatökuna), þá er næmi rannsóknarinnar nálægt 100% og sértæki um 95%. Sértæki fellur niður í u.þ.b. 70% hafi sjúklingur ekki legið fyrir blóðsýnatöku.

Hækkun:
Hækkun á einu eða fleiri metanefrínum umfram tvöföld efri viðmiðunarmörk er sterk vísbending um að sjúklingur sé með PPGL og því meiri sem hækkunin er því líklegri er greiningin.

Það hversu sjaldgæf þessi æxli eru ásamt takmörkuðu sértæki mælingarinnar þýðir að mun fleiri falskt jákvæðar niðurstöður fást en raunverulega jákvæð sýni og öllum hækkuðum gildum þarf því að fylgja eftir í samræmi við hve hækkunin er mikil og hversu sterkur klínískur grunur er um PPGL.

Hjá sjúklingum með vægar hækkanir þarf að sannreyna að sjúklingur hafi verið fastandi og hafi legið í 30 mínútur fyrir blóðsýnatökuna.

Eins ber að muna að það skiptir máli við hvaða klínísku kringumstæður sýni er safnað, hjá sjúklingum sem eru inniliggjandi á spítala með alvarlegra sjúkdóma (t.d. hjartaáfall, hjartabilun og heilablóðfall) má búast við aukinni sympatískri virkni með aukinni losun ketekólamína og metanefrína.

Athuga skal hvort sjúklingur sé að taka lyf/efni sem geta valdið falskri hækkun t.d., mónóamín oxidasa (MAO) hamla sem valda umtalsverðri aukningu á öllum metanefrínum eða þríhringlaga geðdeyfðarlyf sem einnig auka líkur á falskt jákvæðum niðurstöðum. L-DOPA er algeng orsök falskt hækkaðra 3-MT niðurstaðna en hefur ekki áhrif á normetanefrín né metanefrín niðurstöður. Adrenhermandi lyf (efedrín, pseudoefedrín, amfetamín) og phenoxybenzamin (ósértækur alfa hemlari) geta einnig valdið hækkunum. Örvandi efni eins og koffín og nikótín geta valdið hækkun.

Fyrir utan tilfelli þar sem PPGL greining er augljós er mælt er með að staðfesta hækkuð gildi frírra metanefrína í plasma með mælingu á fríum metanefrínum í sólarhringsþvagi.

Truflandi þættir:
Upprétt staða, áreynsla, andlegt álag og kalt umhverfi auka katekólamín losun og framleiðslu metanefrína (reynt er að lágmarka áhrif þessara þátta með því að láta sjúkling liggja í rólegu og hlýju umhverfi í 30 mínútur fyrir blóðsýnatöku).

Hafi sjúklingur ekki fastað fyrir rannsóknina er hætta á falskri hækkun á 3-MT.

Eftitalin lyf trufla sjálfa mælinguna: metaraminol og metformin trufla normatanefrín mælinguna, nadolol truflar 3-MT mælinguna.

Til að umreikna styrk metanefrína úr µg í nmól er margfaldað með 5,07 fyrir metanefrín, með 5,46 fyrir normetanefrín og með 5,98 fyrir 3-MT.

Hide details for HeimildirHeimildir
Instruction Manual, MassChrom Biogenic Amines in Plasma, Chromsystems EN 06/2017 V1.2.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
Biochemical Diagnosis of Chromaffin Cell Tumors in Patients at High and Low Risk of Disesae: Plasma versus Urinary Free or Deconjugated O-Methylated Catecholamine Metabolites. Eisenhofer et at. Clinical Chemistry 64:11. 1646-1656 (2018).
Update on Modern Management of Pheochromocytoma and Paraganglioma. Lenders and Eisenhofer. Endocrinology and Metabolism 2017:32:152-161.
Stability of Plasma Free Metanephrines during Collection and Storage as Assessed by an Optimal HPLC Method with Electrochemical Detection.Willemsen et al. Clinical Chemistry 49, No. 11, 1951-1953, 2003.
Reference intervals for plasma free matanephrines with an age adjustment for normetanephrines for optimized laboratory testing og phaeochromocytoma. Eisenhofer et al. Ann. Clin. Biochem. 2013 January; 50(Pt 1):62-9.
Age-specific pediatric reference intervals for plasma free normetanephrines, metanephrine, 3-methoxytyramine and 3-O-methyldopa: Particular importance for early infancy. Peitzsch et al. Clinica Chimica Acta 494 (2019) 100-105.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 02/23/2018 hefur verið lesið 2987 sinnum