../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-119
Útg.dags.: 09/08/2022
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Beinmergsstrok
    Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Grunnatriði rannsóknar:
    Blóðið er framleitt í beinmerg. Beinmergssýni gefur upplýsingar um blóðmyndun og hugsanlegan æxlisvöxt og ábending sýnatökunnar er óskýrðar breytingar í blóðfrumum, t.d. thrombocytemia eða anemia, eða grunur um illkynjaðan vöxt. s.s. hvítblæði, eitilfrumukrabbamein, myeloma.
    Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
    Gerð og magn sýnis:
    Læknir tekur mergsýni og sendir beint á rannsóknarstofu. Mergsogssýni er tekið með sprautu úr beinmerg, oftast úr crista iliaca posterior superior eða sternum og er strokið út á gler. Oftast er einnig tekin mergbiopsia með borkjarnaaðferð. Mergstrokið er litað með May-Grünwald-Giemsa, fyrir járni og stundum ýmsum sérlitunum.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar:
    Blóðmyndun er metin af blóðmeinafræðingi með ljóssmásjárskoðun sem og hvort misþroski eða æxlisvöxtur sé í sýninu eða önnur afbrigði. Járnbirgðir eru metnar.

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Páll Torfi Önundarson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/08/2011 hefur verið lesið 4265 sinnum