../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-108
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Klóríð í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Sjá P/S-klóríð. Klóríð er aðal anjón (að magni til) í utanfrumuvökva. Mæling á sólarhringsútskilaði á klóríð í þvagi er helst gerð hjá sjúklingum með metabolískar truflanir í sýru/basajafnværi sem ekki lætur undan meðferð. Einnig hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóma (truflanir í starfsemi pípla). Ef sjúklingar eru meðhöndlaðir með þvagræsilyfjum getur verið erfitt að túlka niðurstöður.
Mæling á styrk klóríðjónar er gerð með jónasértækum rafskautum.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sólarhringsþvag:
Sólarhringsþvagi er safnað samkvæmt leiðbeiningum rannsóknastofunnar.
Magn sólarhringsþvags er mælt og 5-10 mL sendir til rannsóknar ásamt upplýsingum um þvagmagn.
Geymist í 7 daga í kæli og > mánuð fryst.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð alla daga vikunnar.


Spot þvag.
5-10 ml af þvagi
Geymist í 7 daga í kæli.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Sólarhringsþvag:
110 - 250 mmol/24 klst. Útskilnaður er háður inntöku klóríðs. Sjá heimildir.

Spot þvag:
Engin sérstök viðmiðunarmörk
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun niðurstaðna
    Hækkun:
    Metabolisk acidosis, meðhöndlun með þvagræsilyfjum, nýrnasjúkdómar
    Lækkun: Minnkaður útskilnaður sést við metaboliska alkalósu, hjartabilun, ofstarfsemi nýrnahetta, hypovolemíu og hypokloremíu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders. 2012.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 4438 sinnum