../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-108
Útg.dags.: 08/09/2022
Útgáfa: 5.0
2.02.03.01.01 Klóríð í sólarhringsþvagi
Almennt
Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Sjá P/S-klóríð. Klóríð er aðal anjón (að magni til) í utanfrumuvökva. Mæling á sólarhringsútskilaði á klóríð í þvagi er helst gerð hjá sjúklingum með metabolískar truflanir í sýru/basajafnværi sem ekki lætur undan meðferð. Einnig hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóma (truflanir í starfsemi pípla). Ef sjúklingar eru meðhöndlaðir með þvagræsilyfjum getur verið erfitt að túlka niðurstöður.
Mæling á styrk klóríðjónar er gerð með jónasértækum rafskautum.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sólarhringsþvag:
Sólarhringsþvagi er safnað samkvæmt
leiðbeiningum
rannsóknastofunnar.
Magn sólarhringsþvags er mælt og 5-10 mL sendir til rannsóknar ásamt upplýsingum um þvagmagn.
Geymist í 7 daga í kæli og > mánuð fryst.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð alla daga vikunnar.
Spot þvag.
5-10 ml af þvagi
Geymist í 7 daga í kæli.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
Sólarhringsþvag:
110 - 250 mmol/24 klst. Útskilnaður er háður inntöku klóríðs. Sjá heimildir.
Spot þvag:
Engin sérstök viðmiðunarmörk
Niðurstöður
Niðurstöður
Túlkun niðurstaðna
Hækkun:
Metabolisk acidosis, meðhöndlun með þvagræsilyfjum, nýrnasjúkdómar
Lækkun
: Minnkaður útskilnaður sést við metaboliska alkalósu, hjartabilun, ofstarfsemi nýrnahetta, hypovolemíu og hypokloremíu.
Heimildir
Heimildir
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders. 2012.
Ritstjórn
Sigrún H Pétursdóttir
Ísleifur Ólafsson
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ísleifur Ólafsson
Útgefandi
Sigrún H Pétursdóttir
Upp »