../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-746
Útg.dags.: 09/29/2023
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 CTX (β-CrossLaps)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Bein eru lifandi vefur í stöðugri endurnýjun þar sem samhliða uppbygging og niðurbrot eiga sér stað. Lang stærsti hluti þess lífræna efnis sem er að finna í beinum er kollagen af gerð 1. Við eðlilegt beinniðurbrot seyta beineyðandi frumur (ostoclastar) ensímum sem hluta kollagenið niður í búta, þar á meðal í C-terminal cross-linking teleopeptides (CTX). Við aukið beinniðurbrot eins og t.d. við beinþynningu, verður aukning á niðurbroti kollagens og þar af leiðandi aukin myndun á CTX. Því er hægt er að nota mælingu á CTX í sermi sem lífvísi fyrir beinniðurbrot. Mæliaðferðin sem hér er notuð greinir β ísomer af CTX (β-CTX eða β -CrossLaps).
Helstu ábendingar: Til að meta meðferðarheldni og áhrif lyfjameðferðar við beinþynningu. Mælingin er einnig oft notuð til að meta hvort þörf sé á að hefja lyfjameðferð, t.d. hjá þeim sem eru ekki með fyrri beinbrotasögu. Eins er mælingin notuð til að meta hvort hægt sé að stöðva lyfjameðferðina eða ekki. Mælingu á CTX ætti ekki að nota við greiningu á beinþynningu.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Sjúklingur skal vera fastandi og sýni skal tekið milli klukkan 08:0 og 10:00 að morgni (dagsveifla er á styrk CTx).
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner. Skilja skal sýnið niður og frysta sermið því sýnið er óstöðugt ófrosið.
Geymsla: Sermi er stöðugt í 6 klst við stofuhita, 8 klst í kæli og 3 mánuði við -20°C.
Framkvæmd: Mælingin er gerð í Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
KarlarKonur
Aldur (ár)ng/Lng/L
< 29,9238-1019148-967
30-39,9225-936150-635
40-49,9182-801131-670
50-59,9161-737183-1060
60-69,9132-752171-970
> 70118-776152-858
Fyrir tíðahvörf136-689
Eftir tíðahvörf117-1015
Viðmiðunarmörk koma frá framleiðanda hvarfefnanna og eru 95% hundraðsmörk.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Það gertur verið misjafnt hversu hratt CTX lækkar eftir að lyfjameðferð við beinþynningu er hafin. CTX er mælt áður en meðferðin hefst og síðan oftast eftir 3 og 6 mánuði. Lækkun á CTX ≥ 30% bendir til meðferðarheldni og árangurs af lyfjameðferðinni.
    Mikilvægt er þegar verið er að fylgja sjúklingum eftir með CTX mælingum að blóðsýni séu alltaf tekin á sama tíma dags vegna dagsveiflu í styrk CTX.

    Hækkun: Hækkuð CTX gildi eru vísbending um aukið beinniðurbrot og sést þegar ójafnvægi er á milli beinuppbyggingar og beinniðurbrots. Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi getur CTX verið hækkað í sermi vegna minnkaðs útskilnaðs á CTX og því erfiðara að túlka niðurstöðuna.

    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun á CTX með mæliaðferðinni sem notuð er á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (> 5 mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bítótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Fylgiseðill með hvarfefnum, Elecsys β-CrossLaps/serum. Roche Diagnostics, 2022-03, 18.0.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, Sixth Edition, Elsevier 2017.
    Use of biochemical markers of bone turnover in osteoporosis. UpToDate; Jan. 2023.

        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Guðmundur Sigþórsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Sigrún H Pétursdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 01/30/2023 hefur verið lesið 842 sinnum