../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-034
Útg.dags.: 08/02/2022
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Bilirubin
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Bílirúbín er lokastig niðurbrots hems og kemur að langmestu úr hemóglóbíni. Ókonjúgerað bílirúbín er torleyst í vatni og finnst í blóði bundið við albúmín. Lifrin tekur ókonjúgerað bílirúbín upp og bindur á það glúkórón sýru (bílirúbínmónó- og díglúkúróníð, konjugerað bílirúbín), bílirúbín verður þá vatnsleysanlegt. Konjúgerað bílirúbín er skilið út með galli. Við aukið niðurbrot á rauðum blóðkornum, lifrarsjúkdóma, stíflu í gallvegum og í vissum erfanlegum sjúkdómum getur bílirúbín hækkað í blóði.
Breytileiki: Hærra í nýburum og hækkar í 4 - 5 daga eftir fæðingu og verður þá allt að 200 µmol/L. Innan viðmiðunarmarka eftir u.þ.b. einn mánuð. Hærra að kvöldi en morgni.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Vernda skal sýni fyrir ljósi
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk

Í heild (total):
5 - 25
µmol/L
Konjugerað:
< 4
µmol/L
Nýburar (3 daga):
<140
µmol/L
Nýburar (3 - 6 daga):
<200
µmol/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Aukning bílírúbíns í blóði veldur gulum húðlit, þ.e. gulu og finnst við þrenns konar sjúkdóma: 1) Hemólýtiska sjúkdóma (prehepatisk gula), þar sem myndun bílirúbíns er meiri en geta lifrar til að konjugera það og skilja út. 2) Lifrarsjúkdóma svo sem lifrarbólgu eða skorpulifur, þar sem konjugering og/eða útskilnaður er truflað vegna frumuskemmda. 3) Stíflu eða truflun á gallrennsli vegna gallsteina, æxla o. fl. (post hepatisk eða stíflugula). Bílirúbín hækkar í blóði við erfanlega sjúkdóma, t. d. Gilbert sjúkdóm, Crigler-Najjar sjúkdóm o. fl.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Viðmiðunarmörk sjá: http://nyenga.net/norip/index.htm
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 6295 sinnum