../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-073
Útg.dags.: 11/09/2022
Útgáfa: 9.0
2.02.03.01.01 Fosfat
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Í líkamanum eru u.þ.b. 19 mól af frumefninu fosfór eða ca. 600 grömm. Um 85% þess er að finna í beinum sem fosfatjónir, PO43-. Um 15% fosfórs er að finna inni í frumum bundið í lífrænum sameindum. Lítill hluti af heildarmagni fosfórs er í plasma og er 70% þess á formi fosfólípíða og 30% sem fosfatjónir. Við mælingar á fosfati í plasma/sermi er eingöngu ólífræni hlutinn mældur, þ.e. jónirnar HPO42- og H2PO4-.

Magn fosfats í fæðu er afar breytilegt en um 90% af fosfati í venjulegum kosti frásogast í meltingarvegi. 1,25-diOH vitamin D eykur frásogið. Hækkun á parathyroid hormone (PTH) í blóð eykur losun kalsíums og fosfats frá beinum. Nýrun stjórna styrk fosfats í plasma með breytilegri endurupptöku í píplum nýrna og er sú endurupptaka háð styrk hormónanna PTH og FGF23 (fibroblast growth factor 23) í blóði.

Fosfat í plasma er hærra hjá börnum en fullorðnum og er það tengt hraðari umsetningu í beinum sem eru í vexti.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.

Geymist í 24 klst við 15-25°C, 4 daga við 2-8°C og 1 ár fryst.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Aldur
Eining
Karlar
Konur
1 - 30 dagar
mmól/L
1,25 - 2,25
1,40 - 2,50
1 - 12 mán
mmól/L
1,15 - 2,15
1,20 - 2,10
1 - 3 ára
mmól/L
1,00 - 1,95
1,10 - 1,95
4 - 6 ára
mmól/L
1,05 - 1,80
1,05 - 1,80
7 - 9 ára
mmól/L
0,95 - 1,75
1,00 - 1,80
10 - 12 ára
mmól/L
1,05 - 1,85
1,05 - 1,70
13 - 15 ára
mmól/L
0,95 - 1,65
0,90 - 1,55
16 - 18 ára
mmól/L
0,85 - 1,60
0,80 - 1,55
18 - 50 ára
mmól/L
0,70 - 1,60
0,80 - 1,50
> 50 ára
mmól/L
0,80 - 1,50
0,80 - 1,50

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Hækkun: Hækkar við nýrnabilun, hypoparathyreoidismus, acidosis, akromegaly, D-vítamín eitrun og langvarandi hreyfingarleysi.
Lækkun: Við hyperparathyreoidismus, D-vítamínskort (lítið), sjúkdóma í nýrnatubuli og glúkósagjöf, þ.e.við upptöku glúkósa í frumur.
Hide details for HeimildirHeimildir
Method Sheet Phosphate, RE 03183793 122, V8. Roche Diagnostics, 2018-12.
Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 443.
Bukerhåndbok I Klinisk Kemi. Stakkestad,JA, Åsberg A. Akademisk Fagforlag AS, Haugesund, Noregur 1997; síða 154-155.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 4824 sinnum