../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-073
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 10.0
2.02.01.01 Fosfat
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Í líkamanum eru u.þ.b. 19 mól af frumefninu fosfór eða ca. 600 grömm. Um 85% þess er að finna í beinum sem fosfatjónir, PO43-. Um 15% fosfórs er að finna inni í frumum bundið í lífrænum sameindum. Lítill hluti af heildarmagni fosfórs er í plasma og er 70% þess á formi fosfólípíða og 30% sem fosfatjónir. Við mælingar á fosfati í plasma/sermi er eingöngu ólífræni hlutinn mældur, þ.e. jónirnar HPO42- og H2PO4-.

Magn fosfats í fæðu er afar breytilegt en um 90% af fosfati í venjulegum kosti frásogast í meltingarvegi. 1,25-diOH vitamin D eykur frásogið. Hækkun á parathyroid hormone (PTH) í blóð eykur losun kalsíums og fosfats frá beinum. Nýrun stjórna styrk fosfats í plasma með breytilegri endurupptöku í píplum nýrna og er sú endurupptaka háð styrk hormónanna PTH og FGF23 (fibroblast growth factor 23) í blóði.

Fosfat í plasma er hærra hjá börnum en fullorðnum og er það tengt hraðari umsetningu í beinum sem eru í vexti.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Fosfat styrkur sýnis er mældur með ljósmælingu (endpoint mæling) á Cobas c efnagreiningartæki. Ammóníum molybdati er blandað við sýni og hvarfast það við allt ólífrænt fosfat í sýninu og myndar ammóníum fosfómolybdat. Ljósmæling er gerð við 659 nm og 340 nm. Hvarfefni eru framleidd af Roche Diagnostics.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.

Geymist í 24 klst við 15-25°C, 4 daga við 2-8°C og 1 ár fryst.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Aldur
Eining
Karlar
Konur
1 - 30 dagar
mmól/L
1,25 - 2,25
1,40 - 2,50
1 - 12 mán
mmól/L
1,15 - 2,15
1,20 - 2,10
1 - 3 ára
mmól/L
1,00 - 1,95
1,10 - 1,95
4 - 6 ára
mmól/L
1,05 - 1,80
1,05 - 1,80
7 - 9 ára
mmól/L
0,95 - 1,75
1,00 - 1,80
10 - 12 ára
mmól/L
1,05 - 1,85
1,05 - 1,70
13 - 15 ára
mmól/L
0,95 - 1,65
0,90 - 1,55
16 - 18 ára
mmól/L
0,85 - 1,60
0,80 - 1,55
18 - 50 ára
mmól/L
0,70 - 1,60
0,80 - 1,50
> 50 ára
mmól/L
0,80 - 1,50
0,80 - 1,50

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Hækkun: Hækkar við nýrnabilun, hypoparathyreoidismus, acidosis, akromegaly, D-vítamín eitrun og langvarandi hreyfingarleysi.
Lækkun: Við hyperparathyreoidismus, D-vítamínskort (lítið), sjúkdóma í nýrnatubuli og glúkósagjöf, þ.e.við upptöku glúkósa í frumur.
Hide details for HeimildirHeimildir
Method Sheet Phosphate, RE 03183793 122, V8. Roche Diagnostics, 2018-12.
Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 443.
Bukerhåndbok I Klinisk Kemi. Stakkestad,JA, Åsberg A. Akademisk Fagforlag AS, Haugesund, Noregur 1997; síða 154-155.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 5272 sinnum