../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmein-100
Útg.dags.: 01/09/2024
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Almenn vefjasýni
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Vefjarannsókn, almenn vefjasýni

Markmið rannsóknar:
Greining vefjasýna með útlitsskoðun og smásjárskoðun. Niðurstöður gefa vefjagreiningu/sjúkdómsgreiningu á innsendu vefjasýni. Vefjagreining miðar að því að veita upplýsingar sem nýtast við ákvörðun og mat á horfum og/eða meðferð sjúklings.

Pöntun: Beiðni um vefjarannsókn / Rafræn beiðni
Sjá skjal 
Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

Verð: Sjá Gjaldskrá.

Ábendingar:
Vefjasýni eru tekin og send til vefjagreiningar ef talið er að niðurstaða geti gagnast sjúklingi.

Mögulegar viðbótarrannsóknir:

    • Endursteypingar og dýpri skurðir.
    • Ýmsar sérlitanir og mótefnalitanir.
    • Rannsóknir á DNA, RNA (með takmörkunum) og ýmsum próteinum. Þannig má greina t.d. stökkbreytingar í erfðaefni fruma í æxlisvef og eðlilegum vef.
Læknir getur óskað eftir viðbótarrannsóknum. Óskir um viðbótarrannsóknir skal senda gegnum beiðnakerfi eða hafa samband við ábyrgan meinafræðing.
Hide details for SýnatakaSýnataka
Ílát og áhöld:
    • Fersk sýni: Sýni send á ís (í saltvatnsvættri grisju eða plastpoka) í íláti með þéttu loki.
    • Sýni í formalíni: Sýni sett ílát með þéttu loki og hellt á það 10% formalíni (hlutföll sýnis og formalíns skal vera 1:10).

Ílát merkt á viðeigandi hátt, sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Gerð sýnis:
Vefjasýni, heil líffæri eða hluti líffæri.
Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.
    • Fersk sýni: Sent strax til meinafræðideildar. Ef töf verður á sendingu skal geyma sýni í kæli. Ávalt skal boða komu ferskra sýna.
    • Sýni í formalíni: Sent til meinafræðideildar samadægurs eða næsta virka dag.

Geymsla ef bið verður á sendingu:
    • Fersk sýni skal geyma í kæli.
    • Formalínfest sýni má geyma við stofuhita.

Flutningskröfur:
    • Fersk sýni skal senda strax til meinafræðideildar. Ef töf verður á sendingu skal geyma sýni í kæli. Ávalt skal boða komu ferskrar sýna.
    • Formalínfest sýni skal senda samdægurs eða næsta virka dag.
Hide details for SvartímiSvartími
Svartími er skilgreindur sem fjöldi virkra daga frá því að sýnið er móttekið á rannsóknastofunni og þar til staðfest svar er birt í Heilsugátt.

Svartími tekur mið af gerð, stærð og hversu vandasamt sýnið er.

Tegund sýnis:Svartími viðmið:
Smásýni (t.d. speglunar sýni og nálarsýni)2-3 dagar
Stærri sýni og fersk sýni (sem þurfa viðbótar sólarhring í herðingu) 4 dagar
Sýni sem óskað er eftir flýtimeðferð á 1-2 dagar
    Í eftirfarandi tilfellum getur svartími lengst
      • Þegar sýni þurfa afkölkun t.d. bein, tennur
      • Þegar sýni þurfa mótefna-, flúrskins- eða sérlitana
      • Smitgátarsýni sem þurfa lengri herðingu.
      • Þegar senda þarf sýnið erlendis í frekari rannsóknir eða til álitsgjafar
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Rannsóknarsvar er birt í Heilsugátt og sendar beiðandi lækni skriflega sé viðkomandi utan hennar.
    Í sumum tilfellum er viðbótarsvar sent út eftir að rannsóknarsvar hefur verið gefið út.
    Ekki er sent út afrit af svari innan Landspítalans. Hægt er að óska eftir afriti hjá riturum meinafræðideildar í síma 543-8355.

    Rannsóknarsvar eru í þremur hlutum: lýsing, smásjárskoðun og vefjagreining.

    Ritstjórn

    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe
    Jón G Jónasson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Jón G Jónasson

    Útgefandi

    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/24/2015 hefur verið lesið 578 sinnum