../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-725
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Lipoprotein (a)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: : Lipoprotein (a) (Lp (a)) er umbreytt LDL-lipoprotein, samsett úr apolipoproteinin B 100, kólesteróli, þríglýseríðum, fósfólípíðum og viðbótarpróteini sem kallast apolipoprotein (a) (apo (a)). Apo (a) er stórt glýkóprotein sem hefur miklinn skyldleika við plasminogen.

Rannsóknir hafa sýnt að styrkur lipoproteins (a) í plasma er arfgengur og sjálfstæður áhættuþáttur fyrir æðakölkun og kransæðasjúkdómi, ósæðarlokuþrengslum, blóðsega og bólgu. Þessi aukna áhætta er óháð styrk kólesteróls í blóði. Ólíkt LDL breytist styrkur Lp (a) ekki með hækkandi aldri.

Dreifing í styrk Lp (a) meðal heilbrigðra einstaklinga er ekki samkvæmt normal kúrfu og er breytileg eftir kynþætti. Nýleg rannsókn á íslensku þýði sýndi Lp (a) styrk í plasma á bilinu 0 til 600 nmol/L og miðgildi um 14 nmol/L. Rúm 20% Íslendinga voru með styrk >50 nmol/L.

Áhætta fyrir hjarta- og æðasjúkdómum var í beinu hlutfalli við Lp (a) styrk og jókst frá líkindahlutfallinu (OR) 1,11 við 50 nmol/L, í 1,50 við 150 nmol/L og 2,01 við 250 nmol/L.

Að gefa upp ákveðin viðmiðunarmörk fyrir styrk Lp (a) er ekki talið viðeigandi heldur skal læknir meta áhættu sjúklings fyrir hjarta- og æðasjúkdómum í hverju og einu tilviki fyrir sig.

Styrkur Lp (a) er mældur með agnaörvaðri ónæmisgruggmælingu (particle enhanced immunoturbitometic assay), þar sem fjölstofna mótefni gegn Lp(a) eru notuð.

Breytileiki: Styrkur Lp (a) í plasma ákvarðast fyrst og fremst af erfðaþáttum.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.


Sýni geymist í 2 daga í kæli og 30 daga við -70°.
Mæling er gerð allan sólarhringinn alla daga á rannsóknarkjarna Hringbraut.

Pöntunarkóði í FlexLab og Heilsugátt: LPA
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Ekki verða gefin upp sérstök viðmiðunarmörk heldur þarf læknir að meta niðurstöður Lp (a) mælinga í hverju tilfelli fyrir sig og horfa til ættarsögu og annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Hækkun: Hár styrkur Lp (a) í plasma eykur hættu á æðakölkun, hjarta og æðasjúkdómum og ósæðarlokuþrengslum (sjá grunnatriði rannsóknar).
Hide details for HeimildirHeimildir

1.Tsimika S. A test in context: Lipoprotein (a); diagnosis, prognosis, Controversies, and emerging therapies. J Am Coll Cardiol. 2017;69(6):692-711.


    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/11/2021 hefur verið lesið 682 sinnum