../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-172
Útg.dags.: 03/03/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Salisýlsýra
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: : Acetýlsalisýlsýra er lyf með verkjastillandi, hitalækkandi, bólgueyðandi og blóðþynnandi verkun. Acetýlsalisýlsýra frásogast hratt og vel frá meltingarvegi en klofnar strax í blóði og í lifur í salisýlsýru og ediksýru og næst hámarksþéttni salisýlsýru í blóði eftir 1-2 klst. Próteinbinding er á bilinu 80 - 90% við lækningalega skammta en lægri eftir því sem sermisstyrkur lyfsins eykst. Salisýlsýra útskilst aðeins að litlu leiti um nýru á óbreyttu formi, megnið er brotið niður í lifur með samtengingu við glýsín og í minna mæli við glúkúróník sýru en þar sem þessir niðurbrotsferlar eru mettanlegir hefur sermisstyrkur áhrif á helmingunartíma salisýlsýru. Þannig er helmingunartíminn 2-3 klst eftir blóðþynnandi skammta, 12 klst eftir bólgueyðandi skammta en getur orðið allt að 15-30 klst við hæstu meðferðar- og eitrunar-skammta. Salisýlsýru eitranir eru yfirleitt bráðaeitranir eftir inntöku stórra skammta af lyfinu en eitranir eftir langtíma notkun lyfsins koma einnig fyrir. Einkenni salisýlsýrueitrunar eru m.a. ógleði, uppköst, eyrnasuð, slappleiki, oföndun, hraður hjartsláttur og víðtækar efnaskiptatruflanir.
Helstu ábendingar:
Grunur um salisýlsýru eitrun.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Geymist í 2 vikur í kæli.

Framkvæmd: Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar á rannsóknarkjarna Fossvogi.
Hide details for Meðferðamörk / Eitrunarmörk
Meðferðamörk / Eitrunarmörk

Meðferðarmörk: < 0,7 mmól/L (verkja og hitastillandi meðferð) og 1,1 - 2,2 mmól/L (bólgueyðandi meðferð).

Eitrunarmörk: > 2,2 mmól/L (fullorðnir) og > 1,8 mmól/L (börn).
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Þegar grunur er um salisýlsýrueitrun skal hafa í huga að frásog er lengt eftir stóra skammta af acetýlsalisýslýru og það geta liðið 6 klst eða jafnvel lengri tími frá inntöku þar til hámarksþéttni salisýlsýru í sermi er náð. Blóðsýni ætti því að safna þegar 6 klst eru liðnar frá inntökunni og síðan á 2-4 klst fresti þar til ljóst er að frásogi er lokið og sermisstyrkur salisýlsýru er á niðurleið.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Salicylate, 2022-01, V 11.0, Roche Diagnostics.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, Sixth Edition, Elsevier Saunders, 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2103 sinnum