../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-057
Útg.dags.: 08/15/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01.01 Estradíól
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Estradíól (E2) sem er helsta estrógen (kvenhormón) líkamans framkallar og viðheldur þeim breytingum sem verða á líkama kvenna við kynþroska. Hjá konum er E2 að langstærstum hluta framleitt í eggjastokkum og sveiflast blóðstyrkur þess innan tíðahringsins. Eftir tíðahvörf hætta eggjastokkar að framleiða E2 og styrkurinn fellur. Hjá körlum er styrkur E2 í blóði mun lægri en hjá konum og hjá þeim er hormónið myndað í eistum, nýrnahettum og við umbreytingu á andrógenum yfir í E2 í fituvef og í lifur. Stærstur hluti E2 í blóði er bundin SHBG og albúmíni, aðeins 2-3% eru á fríu formi. Lifrin sér að mestu um niðurbrot estrógena.
Helstu ábengingar: Grunur um truflun í starfsemi eggjastokka. Óeðlilegar tíðablæðingar. Ófrjósemi. Einkenni tíðahvarfa. Í tengslum við tæknifrjóganir. Til að fylgja eftir hormónauppbótarmeðferð hjá konum eftir tíðahvörf. Ótímabær eða seinn kynþroski hjá stúlkum. Kveneinkenni hjá körlum, t.d. gynecomastia.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers)
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis: Plasma, 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymsla: Geymist 2 daga í kæli, 6 mánuði í frysti.
Mæling er gerð alla virka daga.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
pmól/L
Konur:eggbúsfasi fasi114 - 332
miðbik tíðahrings222 -1959
gulbús fasi222 - 854
eftir tíðahvörf<18 - 505
Heilbrigðar þungaðar konur:
1. þriðjungur meðgöngu563 - 11902
2. þriðjungur meðgöngu5729 - 78098
3. þriðjungur meðgöngu31287 - >110100
Karlar41 -159
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri hækkun, í estradíól aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun: E2 styrk í sermi ber að túlka með tilliti til aldurs, kyns og hjá konum m.t.t. tíðahrings og þungunar en E2 styrkur er hár á meðgöngu.
    Hækkun: Estrógen myndandi æxli. Langt gengnir lifrarsjúkdómar hjá körlum. Pubertas precox hjá stúlkum.
    Lækkun: Tíðateppa, sem getur verðið örsökuð af sjúkdómum í undirstúku, heiladingli eða eggjastokkum. Á fyrstu dögum hvers tíðahrings geta E2 gildi verið mjög lág.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Fylgiskjal með hvarfefnum Elecsys Estradiol III, 2023-08, V 8.0. Roche Diagnostics, 2023.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
    Anckaert E. et al. Extensive monitoring of the natural menstrual cycle using the serum biomarkers estradiol,
    luteinizing hormone and progesterone. Practical Laboratory Medicine 25 (2021) e00211.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 11057 sinnum