../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-059
Útg.dags.: 09/06/2022
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Lupus antikoagulant (LA)
    Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Grunnatriði rannsóknar:

    Lupus anticoagulant er mótefni gegn phosfólípið tengdum storkupróteinum og er sterkur áhættuþáttur fyrir bæði bláæða- og slagæðasega. LA veldur lengingu á fosfólípíð háðum storkuprófum (t.d. APTT, PT, DRVVT og PNP) án þess að valda aukinni blæðingarhættu.


Gerð og magn sýnis:
Blóð tekið í 2 storkuprófsglös sem inniheldur 3,2% natríum sítrat.
Litakóði samkvæmt Greiner
    Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.

    Plasma þarf að skilja niður tvisvar í kældri skilvindu við 4°C áður en það er fryst. Plasma geymist fryst.
    Hvar og hvenær er mæling gerð: Mæling gerð tvisvar í mánuði á rannsóknarkjarna við Hringbraut.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Neikvætt, ++ til +++ (gefum + upp sem neikvætt því klínisk þýðing er ekki talin vera nein).
Túlkun
    Hækkun: LA veldur lengingu á fosfólípíð háðum storkuprófum (t.d. APTT, PT, DRVVT og PNP) án þess að valda aukinni blæðingarhættu. Lenging getur hins vegar tengst verulega aukinni hætti á myndun bláæðasega og slagæðasega.


Ritstjórn

Oddný Ingibjörg Ólafsdóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Páll Torfi Önundarson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/07/2011 hefur verið lesið 1355 sinnum