../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-192
Útg.dags.: 07/25/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Vankomýcin
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Ekki er alltaf þörf á að mæla styrk vankómýsíns í blóði.
Þó er mælt með að mæla lyfjastyrk hjá sjúklingum sem fá vankómýcín ef þeir:
Eru mjög veikir, til að tryggja að skammtar verði nægilega háir.
Fá samtímis lyf sem getur farið illa með nýrun (til dæmis gentamícín eða önnur amínóglýkósíð).
Eru á háskammta vankómýsínmeðferð.
Hafa óstöðuga nýrnastarfsemi.
Eru í blóðskilun.
Eru nýburar.

Mældur er minnsti styrkur fyrir gjöf (lágstyrkur). Ekki er ástæða til að mæla mesta styrk eftir gjöf (hástyrk).

Vankomýcin er sýklalyf af flokki glýkópeptíða sem hafa áhrif á bakteríuvegginn og verkar það á flestar tegundir Gram jákvæðra baktería, einnig loftfælinna. Lyfið er að jafnaði gefið í æð og skilst nánast óbreytt út um nýru. Það skilst ekki út við blóð- eða kviðskilun. Vancómýsín má taka um munn, en það frásogast mjög illa og verkar því eingöngu á innihald þarmanna. Lyfið getur í stöku tilfella valdið nýrnaskemmdum, sérstaklega sé það gefið með amínóglýkósíðlyfjum. Heyrnarskaði var áður fyrr tengdur mjög háum skömmtum lyfsins, en ekki hefur verið að sýnt fram á þann skaða við notkun nýrri og hreinni gerða lyfsins (2, 3).

Vancómýsín skal gefa hægt, ekki hraðar er 15 mg/mín.

Við alvarlegar sýkingar er mælt með að gefa hleðsluskammt af vankómýsíni (skv. heimild Thomson et al. JAC 2009) til að ná sem fyrst nægilegri þéttni vankómýsíns í blóði.

Mögulegar viðbótarrannsóknir: Mæling á styrk annarra lyfja í blóði. Mæling sumra þeirra getur orðið erfið ef sjúklingur er á mörgum sýklalyfjum samtímis.

Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Að jafnaði er ekki mælt með að mæla styrk strax eftir að sýklalyfjagjöf hefst, lyfið þarf að hafa náð stöðugum styrk í blóði. Oft er miðað við að bíða í tíma sem samsvarar um það bil fjórum helmingunartímum lyfsins.

Lágstyrkur gefur til kynna hvernig nýrnastarfsemin er, hvort hætta sé á að lyfið safnist fyrir í líkamanum. Mælt er rétt áður en nýr lyfjaskammtur er gefinn.
Hástyrkur gefur til kynna hvort gefinn skammtur er hæfilega stór og er ýmist tekinn þegar lyfið er í mestri þéttni í blóði eða á öðrum tilteknum tíma eftir gjöf.

Tímasetning sýnatöku

Gjöf lyfsLágstyrkur VankómýsínsHástyrkur Vankómýsíns
Í æðSýni eru tekin rétt áður en lyfjagjöf hefstEkki þörf á að mæla hástyrk vankómysíns

    Gerð og magn sýnis:
    Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja)
    Litakóði samkvæmt Greiner
    Geymsla: Sýni geymist í kæli í 14 daga og í 12 mánuði í frysti við – 20ºC.

    Mæling er gerð á rannsóknakjarna, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
    Hide details for MeðferðarmörkMeðferðarmörk
    Lágstyrkur - Mældur rétt fyrir næstu lyfjagjöf.

    Hástyrkur - Ekki er þörf á að mæla hástyrk vankómýsíns.
    Mjög erfitt er að ákvarða hvenær mæla skal hástyrkinn vegna þess hve hratt hann breytist þegar lyfið dreifist um líkamann. Mikilvægara er að mæla lágmarksstyrkinn, reynist hann vera minni en 15 mg/L er mjög ólíklegt að hámarksstyrkur sé meiri en 40mg/L ef nýrnastarfsemi er eðlileg (2).
      Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Truflandi efni: Gel í blóðtökuglasi getur valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu.

      Túlkun
      Lágstyrkur er æskilegur 10-15 mg/L. Í sumum alvarlegum sýkingum getur verið æskilegt að miða við 15-20 mg/L.

      Hástyrkur - Sé lágstyrkur innan við 15mg/L er afar ólíklegt að hástyrkurinn fari yfir 40 mg/L (2). Óþarfi er að mæla styrk eftir gjöf.

      Mjög veikum sjúklingum er stundum gefið vankómýsín samfellt yfir allan sólarhringinn. Við þær aðstæður er æskilegur styrkur í blóði 15 til 25 mg/L.

      Á svari birtist eftirfarandi athugasemd:
      "Meðferðarmörk: Lágstyrkur (f. lyfjagjöf) 10-15 mg/L ,
      Í sumum alvarlegum sýkingum getur verið æskilegt að
      miða við 15-20 mg/L (í samráði við smitsjúkdómalækni)."

      Hide details for HeimildirHeimildir

        1. VANC3, fylgiseðill með Cobas hvarefnum, 2022-03,V 5.0, Roche Diagnostics.

        2. Gilbert DN. Aminoglycosides. In:Mandell GL, Bennett JE, Dolin R, eds. Douglas and Bennett's Principles and practice of infectious diseases. New York: Churchill Livingston, 2005:328-35

        3. Murray BE., Nannini EC. Glycopeptides. In:Mandell GL, Bennett JE, Dolin R, eds. Douglas and Bennett's Principles and practice of infectious diseases. New York: Churchill Livingston, 2005:417-425

        4. Murray PR., Baron EJ., Jorgensen JH., Pfaller MA., Yolken RH., In Manual of Clinical Microbiology. Washington: ASM Press, 2003:1045-1047

        5. Murray PR., Baron EJ., Jorgensen JH., Pfaller MA., Yolken RH., In Manual of Clinical Microbiology. Washington: ASM Press, 2003:1053-1054

        6. Journal of Antimicrobial Chemotherapy (1997) 39, 677–686: Experience with a Once-Daily Aminoglycoside Program Administered to 2,184 Adult Patients DAVID P. NICOLAU, COLLIN D. FREEMAN, PAUL P. BELLIVEAU,1,3 CHARLES H. NIGHTINGALE, JACK W. ROSS AND RICHARD QUINTILIANI

        7. Archives of Disease in Childhood Fetal and Neonatal Edition 2002;87:F214 2002: Dose regimen for vancomycin not needing serum peak levels? W-H Tan, N Brown, A W Kelsall and R J McClure

        8. PEDIATRICS Vol. 103 No. 4 April 1999, p. e48. Lack of Vancomycin-associated Nephrotoxicity in Newborn Infants: A Case-Control Study. Varsha Bhatt-Mehta, PharmD, Robert E. Schumacher, MD, Roger G. Faix, MD, Michelle Leady, PharmD, and Timothy Brenner, PharmD

        10. REV. HOSP. CLÍN. FAC. MED. S. PAULO 56(1):17-24, 2001. Monitoring the treatment of sepsis with vancomycin in term newborn infants. José kleber Kobol Machado, Rubens Feferbaum, Edna Maria Albuquerque Diniz, Thelma S. Okay, Maria Esther J. Cevvon and Flávio Adolfo Costa Vaz.

        11. Ann Pharmacother. 1993 May;27(5):594-8. Vancomycin therapeutic drug monitoring: is it necessary? Freeman CD, Quintiliani R, Nightingale CH

        12. Journal of IV Nursing 1999 Nov-Dec;22(6):336-42. Vancomycin peak serum concentration monitoring. Tam VH, Moore GE, Triller DM, Briceland LL


      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 2282 sinnum