../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-147
Útg.dags.: 03/03/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01.01 Oxkarbazepín
Hide details for AlmenntAlmennt
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Grunnatriði rannsóknar: Oxkarbazepín er flogaveikilyf. Oxkarbazepín frásogast að fullu frá meltingarvegi en hvarfast síðan hratt yfir í virkt umbrotsefni, 10-hýdroxý-10,11-díhýdrókarbamazepín sem einnig er þekkt sem mónóhýdroxýkarbamazepín (MHC). Eftir inntöku oxkarbazepíns næst hámarksþéttni MHC í sermi eftir u.þ.b. 4-6 klst og dreifingarrúmmálið er um 0,8 L/kg. Próteinbinding MHC er u.þ.b. 40%. Stærstur hluti oxkarbazepíns (>95%) útskilst um nýru, aðalega sem MHC og MHC tengt glúkúróníði. Helmingunartími brotthvarfs MHC er u.þ.b. 9 klst. Janfvægi næst á sermisstyrk eftir töku lyfsins í 4-5 daga. Helstu aukaverkanir eru hypónatremía, svimi, syfja, sjóntruflanir, skjálfti, ógleði, uppköst, og kviðverkir. Einnig hefur alvarlegum húðviðbrögðum verið lýst.
    Helstu ábendingar: Meðferðareftirlit.
    Mæliaðferð: Vökvakrómatógrafía (UHPLC)). Notast er við hvarfefni frá Recipe®.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
    Sýnataka: Við meðferðareftirlit skal safna sýni rétt fyrir venjulegan lyfjatökutíma. Sýni skal ekki tekið fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði sem er eftir 5 helmingunartíma lyfsins (á bæði við í upphafi lyfjameðferðar og eins eftir breytingar á skömmtum).
    Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.

    Geymsla: Sermi geymist í kæli í 1 viku og í a.m.k. 3 mánuði í frysti.
    Framkvæmd: Mæling er gerð 1-2 sinnum í viku á rannsóknarkjarna Fossvogi.
    Pöntunarkóði í FlexLab og Heilsugátt: OXCARB
Hide details for Meðferðar
mörkMeðferðar
mörk
    40-140 µmól/L
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Gel í blóðtökuglasi getur valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu. Þessu til viðbótar geta efni í geli truflað sjálfa HPLC-mæliaðferðina sem notuð er við oxkarbamazepín greininguna á Landspítala.

    Túlkun: Meðferðarmörk miðast við lágstyrk (e. trough levels). Þar sem helmingunartími sjálfs oxkarbazepíns í blóði er mjög stuttur, u.þ.b. 2 klst, er lítið klínískt gagn af þéttnimælingu oxkarbazepíns, þess í stað er sermisstyrkur MHC mældur því gott samband er á milli oxkarbazepín skammta og S-MHC. Sé karbamazepín gefið samhliða oxkarbazepíni hefur það áhrif til lækkunar á sermisstyrk MHC með því að virkja niðurbrotsensím.
    Til að breyta µg/ml í µmól/L er margfaldað með 3,97.
Hide details for HeimildirHeimildir
    Antiepileptics in Serum/Plasma, Recipe, Instruction manual, UHPLC Complete kit, Document Version 3.1, 08.05.2019, Recipe®.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
    The Pharmacological Basis of Therapeutics, Goodman and Gilman. Eleventh Edition. McGrawHill. 2006.


Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Guðmundur Sigþórsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Ingunn Þorsteinsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2685 sinnum