../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-014
Útg.dags.: 07/25/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 ALAT
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: ALAT er ensím í umfrymi og sér um að hvata flutning amínóhópa. Finnst í miklu magni í lifrarfrumum, en einnig í talsverðu magni í nýrna-, hjarta- og vöðvafrumum. Er í minna mæli í frumum annarra líffæra.
Helstu ábendingar: Til að greina lifrarsjúkdóma og fylgja þeim eftir.
Hide details for Sýnataka, geymsla, sending og hvenær mæling er framkvæmdSýnataka, geymsla, sending og hvenær mæling er framkvæmd
Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner Vacuette
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Geymist í 7 daga í kæli og > mánuð fryst. Rauðkornarof (haemolysis) veldur verulegri hækkun á ALAT.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Karlar: < 70 U/L. Konur: < 45 U/L. Viðmiðunarmörk fengin úr samnorrænu viðmiðunarmarka verkefni.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Hækkuð gildi eru vísbending um vefjaskemmd með auknu gegndræpi frumuhimna og/eða frumudauða. Mikil hækkun sést við bráða lifrarbólgu og enn meiri hækkun getur sést við eiturskemmdir á lifur. Stíflugula og aðrir lifrarsjúkdómar valda einnig hækkun á ALAT. Ýmis lyf geta valdið hækkun á ALAT. ALAT er sérhæfðara lifrarpróf heldur en ASAT. Vöðvasjúkdómar og vöðvaáverkar valda hækkun á ALAT, sem getur orðið mikil ef vöðvaskemmdir eru útbreiddar. ALAT hækkar einnig við drep í hjarta. Mikil líkamleg áreynsla getur valdið hækkun. Helmingunartími ALAT í sermi er u. þ. b. tveir sólarhringar.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017
    ALTP, 2018-11, V 1.0 fylgiseðill með hvarfefnum frá Roche Diagnostics, 2018
    http://nyenga.net/norip/index.htm

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 7054 sinnum