../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-549
Útg.dags.: 01/20/2023
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Cystatin C - eGSHcys
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Cystatin C er lítið prótein (13 kD), sem er myndað af öllum frumum líkamans. Hlutverk þess er að hemja virkni próteinkljúfandi ensíma af flokki cystein proteinasa (1,2). Styrkur þess í blóði er stöðugur og ekki háður kyni eða vöðvamassa. Það síast frítt út í frumþvagið í gauklum nýrnanna og er tekið upp af píplufrumum og brotið niður. Hjá heilbrigðum er styrkur cystatin C í blóði jafn og stöðugur frá eins árs aldri, en vegna lækkandi gaukulsíunarhraða (GSH) eftir fimmtugt hækkar það lítillega.
Skert nýrnastarfsemi veldur hækkun á styrk cystatin C og við langt gengna nýrnabilun má sjá meira en tífalda hækkun. Sykurvirkir sterar auka myndun cystatin C og hækka styrk þess, en bráðabólga í líkamanum hefur ekki áhrif.
Mæling á cystatin C er talin gefa jafngott mat á gaukulsíunarhraða (GSH, glomerular filtration rate (GFR)) og mæling á kreatíníni og jafnvel betra í völdum tilvikum. Niðurstöður kreatínín mælinga hafa lengi verið umreiknaðar í áætlaðan GSH eða eGSHCR. Á svipaðan hátt er hægt að umreikna niðurstöður cystatin C mælinga í áætlaðan GSH eða eGSHCYS. Niðurstöður cystatin C mælinga eru gefnar út sem cystatin C styrkur í mg/L og sem eGSHCYS í ml/min/1,73 m2. Aðferðin sem notuð er til að umreikna styrk cystatin C í GSH er CKD-EPICYS reikniformúlan, en í henni er tekið tillit til aldurs og kyns (3).
Meðaltal eGSH niðurstaða frá eGSHCR og eGSHCYS gefur betri fylgni við mældan gaukulsíunarhraða (mGSH, iohexol úthreinsun), en eGSHCR og eGSHCYS mælingar hvor fyrir sig.
Nýlega hefur verið lýst svokölluðu heilkenni sértækrar vansíunar gaukla (HSVG) eða selective glomerular hypofiltration syndrome (áður “shrunken pore syndrome” ). Heilkennið er skilgreint sem klínískt ástand þar sem eGSHCYS er minna en 60% af eGSHCR (eða eGSHCYS / eGSHCR hlutfall er < 0,6) (2,4,5,6,7). Aðrir þættir utan nýrna (extrarenal factors) mega ekki hafa áhrif á cystatin C eða kreatínín styrk í blóði. Sjúklingar með HSVG heilkenni hafa hærri dánartíðni, en þeir sem hafa lækkun á eGSHCR.
Líffærameinafræði HSVG er ekki þekkt, en talið er að bólgutengd þykknun á grunnhimnu í gauklum nýrna valdi því að lítil plasma prótein skiljast verr út og styrkur þeirra hækkar í blóði. Sum þessara litlu plasma próteina sem hækka í styrk eru talin hraða æðakölkun til muna og viðhalda langvarandi bólgu. Algengi HSVG hjá heilbrigðum eldri einstaklingum er um 0,7%, en getur verið 2,1 – 22 % hjá mismunandi sjúklingahópum.

Ábending fyrir cystatin C mælingu og eGSHCYS er grunur um minnkaðan gaukulsíunarhraða.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Llitakóði samkvæmt Greiner. Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur. Geymist í 24 klst við 15-25°C, 4 daga við 2-8°C og 1 ár fryst.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar á rannsóknarkjarna Hringbraut.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
7d – 5 mán 0,80 - 1,60 mg/L
6 – 12 mán 0,77 - 1,10 mg/L
1-49 ára 0,60 - 1,10 mg/L
50-59 ára 0,68 - 1,25 mg/L
60 -69 ára 0,72 - 1,34 mg/L
≥70 ára 0,75 - 1,44 mg/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun á cystatin C í sermi bendir til minnkaðs gaukulsíunarhraða (GSH). Þegar eGSHCYS er minna en 60% af eGSHCR (eða eGSHCYS / eGSHCR hlutfall er < 0,6) er líklegt að sjúklingur hafi HSVG, en þá mega ekki vera til staðar aðrir þættir utan nýrna (extrarenal factors) sem hafa áhrif á cystatin C eða kreatínín styrk í blóði.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Heimildir
    1. Grubb A. Cystatin C - Properties and use as diagnostic marker. Adv Clin Chem 2000; 35: 63-99
    2. Grubb A. Cystatin C is indispensable for evaluation of kidney disease. J Internat Fed Clin Chem Lab Med.2017; 28: 268-276.
    3. Ebert N, Schaeffner E. New biomarkers for estimating glomerular filtration rate. J Lab Precis Med 2018;3:75
    4. Åkesson A, Lindstrom V, Nyman U, Jonsson M, Abrahamson M, Christensson A, Björk J, Grubb A. Shrunken pore syndrome and mortality: A cohort study of patients with measured GFR and known comorbidities. Scand J Clin Lab Invest 2020;80(5):412-422
    6. Grubb A.
    Shrunken pore syndrome - a common kidney disorder with high mortality. Diagnosis, prevalence, pathophysiology and treatment options. Clin Biochem. 2020;83:12-20
    7. Malmgren L, Öberg C, den Bakker E, Leion F, Siódmiak J, Åkesson A, Lindström V, Herou E, Dardashti A, Xhakollari L, Grubb G, Strevens H, Abrahamson M, Helmersson-Karlqvist J, Magnusson M, Björk J, Nyman U, Ärnlöv J, Ridefeldt P, Åkerfeldt T, Hansson M, Sjöström A, Mårtensson J, Itoh Y, Grubb D, Tenstad O, Hansson LO, Olafsson I, Campos AJ, Risch M, Risch L, Larsson A, Nordin G, Pottel H, Christensson A, Bjursten H, Bökenkamp A, Grubb AThe complexity of kidney disease and diagnosing it - Cystatin C, selective glomerular hypofiltration syndromes and proteome regulation. J Intern Med. 2022; nov

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 07/09/2020 hefur verið lesið 2403 sinnum