../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-124
Útg.dags.: 09/22/2022
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Rivaroxaban
Hide details for Rannsóknir - AlmenntRannsóknir - Almennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Pöntunarkóði í Flexlab: RIVA
Grunnatriði rannsóknar: Rivaroxiban er blóðþynningarlyf sem hefur bein áhrif til hindrunar á virkni storkuþáttar Xa. Rivaroxiban er framleitt í töfluformi undir nafninu Xarelto.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Athugið að merkja ætíð hvenær sýni er tekið miðað við inntöku lyfins.
Blóð tekið í storkuprófsglas sem inniheldur 3,2% natríum sítrat.
Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki að kreppa og rétta úr hnefa.

Sýnaglas skilið niður í 10 mín. Mælingin er gerð á plasma. Plasmað tekið frá innan 30 mínútna.

Mælingin er gerð á storkurannsókn á Hringbraut, aðeins á dagvinnutíma.
Mælingin skal gerð innan 4 klst frá blóðtöku.

Plasma geymist 4 klst við 20±5°C
Plasma geymist fryst við -70°C
    Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
    Meðferðargildi dabigatrans til viðmiðunar:
    30-90 ng/ml

    Rivaroxaban hjá sjúklingum sem taka 20 mg einu sinni á dag hefur mælst sem hér segir:
    Háþéttni (peak) 1-3 klst eftir inntöku 160-360 ng/mL
    Lágþéttni (trough) rétt fyrir inntöku 4-96 ng/mL

    Engin rannsókn hefur verið birt sem lýsir fylgni á þéttni rivaroxaban og klíniskum afdrifum sjúklinga (mars 2014).
      Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Svar: Niðurstöður gefnar upp í ng/ml

      Túlkun
      Hækkun: Vaxandi blæðingartilhneiging
      Lækkun: Minnkuð segavörn
      Hide details for HeimildirHeimildir
      Pakkaleiðbeiningar frá Diagnostica Stago

        Ritstjórn

        Kristín Ása Einarsdóttir
        Loic Jacky Raymond M Letertre
        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Páll Torfi Önundarson

        Útgefandi

        Fjóla Margrét Óskarsdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 04/14/2014 hefur verið lesið 917 sinnum